LIMPOPO, SOUTH AFRICA – JUNE 25: Justin Harding during day 1 of the Vodacom Origins of Golf at Euphoria Golf Estate & Hydro on June 25, 2014 in Limpopo, South Africa. EDITORS NOTE: For free editorial use. Not available for sale. No commercial usage. (Photo by Luke Walker/Sunshine Tour/Gallo Images)
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 11. 2019 | 22:00

Hver er kylfingurinn: Justin Harding?

Justin Harding sigraði á móti vikunnar á Evróputúrnum, Oman Open, sem fram fór 7.-10. mars 2019.

En hver er þessi suður-afríski kylfingur, Justin Harding?

Justin Harding fæddist 9. febrúar 1986 í Somerset West, í S-Afríku og er því 33 ára. Í dag býr Harding í Höfðaborg, í S-Afríku

Hann er 1,83 m á hæð og 80 kg.

Harding stundaði nám í Lamar University í Texas og spilaði í bandaríska háskólagolfinu.

Eftir útskrift frá Lamar 2009 komst hann strax á Sólskinstúrinn suður-afríska í 1. tilraun, reyndar varð hann í 3. sæti í úrtökumótinu og var enn áhugamaður.

Hann sigraði í mótum á öllum fyrstu 3 keppnistímabilum sínum á Sólskinstúrnum, 2010, 2011 og 2012. Síðan sigraði hann aftur 2015 og 2016 og síðan tvívegis 2018 með 2 vikna millibili.

Í júlí 2018 spilaði Harding, í einu af fáum skiptum sem hann hefir gert það, utan Suður-Afríku þ.e. til þess að taka þátt í  Bank BRI Indonesia Open á Asíutúrnum og sigraði – átti 1 högg á  Scott Vincent. Tveimur vikum síðar vann hann  weeks the Royal Cup í Thailandi með 6 höggum.

Það var síðan í gær, 10. mars 2019 að Harding sigraði í fyrsta sinn á Evróputúrnum, þ.e. á the Commercial Bank Qatar Masters þar sem hann átti 2 högg á 9 kylfinga, sem deildu með sér 2. sætinu!