Masters 2019: Tiger fagnaði með börnum sínum, móður og kærustu
Tiger Woods var bara 21 árs krakki þegar hann vann fyrsta Masters titil sinn (og þann fyrsta af 15 risatitlum) árið 1997. Þegar hann sigraði Masters risamótið í 5. sinn, var hann sköllóttur 43 ára faðir hinnar 11 ára Sam Alexis og hins 10 ára Charlie Axel, sem mætt voru ásamt ömmu sinni Kultidu og kærustu föður þeirra, Ericu Herman, til þess að fagna með föður sínum. Þau sáu þegar Tiger setti niður skolla-pútt sitt á 18. fyrir 1 höggs sigur á þá Brooks Koepka, Dustin Johnson og Xander Schauffele. Sjá má lokastöðuna á Masters 2019 með því að SMELLA HÉR: „Faðir minn (Earl Woods) er ekki lengur hér,“ sagði Lesa meira
Masters 2019: Tiger sigraði!!!
Tiger Woods sigraði í kvöld í 5. sinn á The Masters!!! Sigurskor Tiger var 13 undir pari, 275 högg (70 68 67 70). Þrír kylfingar deildu 2. sæti, 1 höggi á eftir, DJ, Brooks Koepka og Xander Schauffele. Til þess að sjá lokastöðuna á The Masters SMELLIÐ HÉR: Með þessu eru risamótssigrar Tiger orðnir 15 … og þarf Tiger nú aðeins að sigra í 3 risamótum í viðbót til þess að jafna við Jack Nicklaus!!!
Afmæliskylfingur dagsins: Hlín Torfadóttir —- 14. apríl 2019
Það er Hlín Torfadóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hlín er fædd 14. apríl 1945 og á því 74 ára afmæli í dag. Hún er félagi í Golfklúbbnum Hamar á Dalvík (GHD). Hlín hefir tekið þátt í fjölmörgum opnum mótum um allt land og gengur yfirleitt vel. Hlín er virk í kórastarfi á Dalvík m.a. stjórnandi kirkjukórs Dalvíkurkirkju og Stærri-Árskógskirkju. Hér má komast á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska Hlín til hamingju með afmælið: Hlin Torfadottir – Innilega til hamingju með afmælið! Aðrir frægir kylfingar: Roberto di Vicenzo, f. 14. apríl 1923 (argentínskur – 94 ára); Dana C. Quigley, 14. apríl 1947 (72 ára); Valgeir Þórisson, 14. apríl 1961 (58 Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Gísli & félagar luku keppni í 12. sæti
Gísli Sveinbergsson og félagar í Kent State tóku þátt í Boilermaker mótinu í bandaríska háskólagolfinu. Mótið fór fram á Kampen golfvellinum, í West Lafayette, Indiana. Mótið átti að vera 3 hringja mót, sem spilast áttu á tveimur dögum, þ.e. 13. og 14. apríl 2019, en aðeins tókst að ljúka leik á fyrri degi þ.e. 2 spilaða hringi og 3. hring aflýst vegna veðurs. Gísli lék á samtals 149 höggum (74 75) og lauk keppni T-58 í einstaklingskeppninni og var á 3. besta skori Kent State liðsins. Kent State varð í 12. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna í Boilermaker mótinu með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Kent State er Lesa meira
Masters verðlaunagripurinn
Verðlaunagripur Masters risamótsins, sem er af klúbbhúsi Augusta National var fyrst veittur í verðlaun árið 1961. Spennandi að vita hver lyftir honum í kvöld, verður það Tiger, Francesco Molinari eða Tony Finau… eða einhver allt annar, sem skýst upp skortöfluna á síðustu metrunum? Verðlaunagripur Masters, á ensku nefndur The Masters Trophy er geymdur í klúbbhúsi Augusta. Nafn sigurvegara hvers Masters móts er grafið í hann. Upprunalegi verðlaunagripurinn er búinn til úr 900 stökum silfurhlutum. Gripurinn var búinn til í Englandi og er á stalli. Árið 1993 var ákveðið að sigurvegarar myndu hljóta eftirlíkingu úr sterling silfri. Sigurvegari Masters fær eftirlíkingu verðlaunagripsins til eignar. Eins hlýtur sigurvegari gullmedalíu og fær að Lesa meira
The Masters í tölum
Hér verður getið um nokkrar tölur sem tengjast Masters risamótinu, en það var Wallet Hub, sem tók þær saman og við birtum hér einhverjar athyglisverðustu staðreyndirnar: 1 – 61- Hin fræga Magnolia Lane, gatan sem endar í klúbbhúsi Augusta National er 300 metra löng og við hana eru 61 Magnólíu tré. 2 – 182,9 – Heildareignir tveggja ríkustu meðlima Augusta National golfklúbbsins eru metnar á 189,2 milljarða bandaríkjadala. 3 – 8000 – Það eru meir en 8000 dagar frá því að Tiger Woods vann fyrsta Masters titil sinn 1997. Og það eru tæp 5100 dagar síðan að hann fagnaði síðast sigri. Spurning hvort seinni talan breytist í kvöld og Tiger Lesa meira
Masters 2019: Molinari segir frá 1. skipti sínu á Masters
Fyrir lokahringinn á Masters risamótinu er ítalski kylfingurinn Francesco Molinari einn í 1. sæti. Hann er búinn að spila á 13 undir pari, 203 höggum (70 67 66) og er með 2 högga forystu á Tiger Woods og Tony Finau. Þetta er í 7. skipti sem Francesco Molinari tekur þátt á Masters og besti árangur hans hingað til 19. sætið 2012 og næstbesti T-20 árið 2018. Aðspurður um fyrsta skiptið sitt á Masters risamótinu sagði Francesco Molinari eftirfarandi: „Það var mánudagurinn fyrir Masters árið 2010 og ég spilaði æfingahring með bróður mínum (Edoardo, sem var US Amateur Champion 2005) og Matteo Mannassero var líka með okkur. Ég hafði áður verið Lesa meira
Masters 2019: Staðan e. 3. dag
Það er ítalski kylfingurinn Francesco Molinari, sem er efstur fyrir lokahring Masters risamótsins og stefnir í spennandi sunnudagskvöld. Molinari er búinn að spila á 13 undir pari, 203 höggum (70 67 66). Jafnir í 2. sæti, 2 höggum á eftir eru Tiger Woods, sem er að reyna að tryggja sér 15. risatitil sinn og Tony Finau. Tiger og Finau eru báðir á 11 undir pari, 205 höggum; Finau (71 70 64) og Tiger (70 68 67). Í lokahollinu á Masters 2019 eru því Molinari, Tiger og Finau. Einn i 4. sæti er síðan Brooks Koepka á samtals 10 undir pari, 206 höggum (66 71 69). E.t.v. gætu þeir sem deila Lesa meira
Golfgrín á laugardegi 2019 (15)
Kylfingur kom heim til sín eitt kvöld enn einn langa hringinn á golfvellinum. Eiginkonan hafði sett miða á ískápinn og á honum stóð: „Þetta virkar ekki, ég þoli þetta ekki lengur!!! Farin heim til mömmu!“ Kylfingurinn, opnar ísskápinn undrandi, ljósið kviknar og bjórinn er kaldur. „Hvað er hún að tala um?“ hugsar hann með sér „Hann virkar fínt.“
Afmæliskylfingur dagsins: Marilynn Smith og Sigurgeir Marteinsson – 13. apríl 2019
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Marilynn Smith og Sigurgeir Marteinsson Í fyrsta lagi er það Marilynn Smith. Hún var fædd 13. apríl 1929 og hefði því 90 ára merkisafmæli í dag, en hún lést nú þriðjudaginn sl. 9. apríl 2019, 89 ára að aldri. Smith var ein af stofnendum LPGA. Síðan á Sigurgeir Marteinsson merkisafmæli en hann er fæddur 13. apríl 1949 og er því 70 ára í dag. Sigurgeir er í Golfklúbbnum Keili (GK) í Hafnarfirði. Komast má á facebook síðu Sigurgeirs til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Sigurgeir Marteinsson – Innilega til hamingju með 70 ára merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í Lesa meira










