Hvað er kondór í golfi?
Fyrst í stað, hafið þið nokkru sinni heyrt um kondór (ens.: condor)? Við erum ekki að tala um ránfuglinn, heldur algjörlega fágætasta högg í golfið. Hvað ránfuglinn áhrærir þá eru til tvær undirtegundir, Andesarkondórinn, sem mynd er af í aðalmyndaglugga og kaliforníukondórinn, sem mynd er af hér að neðan. Vænghaf þeirra getur orðið 3,5 m og er það næststærsta meðal allra fuglategunda í heiminum. Hvað kondór í golfi áhrærir þá er um að ræða ás á par-5u, sem, hvort sem þið trúið því eða ekki, hefir náðst. Skv. www.golf.co.uk, hafa 4 kondórar verið skráðir, allir á par-5um en aldrei tvö högg á sjaldgæfum par-6 brautum. Eftirfarandi er skv. heimildum www.golf.co.uk: Fyrsti Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Saga & félagar í 9. sæti e. 1. dag Mountain West Conference Championships!!!
Saga Traustadóttir, GR og félagar í Colorado State taka þátt í Mountain West Conference Championship. Mótið fer fram á hinum sögufræga Dinah Shore Tournament velli í Mission Hills golfklúbbnum í Rancho Mirage, Kaliforníu. Saga lék 1. hring á 11 yfir pari, 83 höggum og er á 3.-4. besta skorinu í liði sínu þ.e. er T-37. Eftir 1. dag er Colorado State í 9. sæti í liðakeppninni. Til þess að sjá stöðuna á Mountain West Conference Championship SMELLIÐ HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Tumi var á besta skori WCU í Southern Intercollegiate
Tumi Hrafn Kúld, GA og lið hans í bandaríska háskólagolfinu Western Carolina University (WCU) tóku þátt í Southern Intercollegiate mótinu, sem fram fór í gær, 15. apríl 2019. Þetta var 36 holu mót og voru þátttakendur 85 frá 17 háskólum. Mótsstaður var Athens CC í Athens, Georgíu. Tumi var á besta skorinu í liði sínu – varð T-36 með skor upp á 9 yfir pari, 153 högg (76 77). Lið WCU varð í T-14 í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á Southern Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Tuma og félaga í WCU er 21.-23. apríl n.k. á Pinehurst í Norður-Karólínu.
Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur T-4 e. 1. dag Ohio Valley Conference Championship!!!
Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og félagar í Eastern Kentucky University (EKU) taka þátt í Ohio Valley Conference Championship. Mótið fer fram dagana 15.-17. apríl 2019 í Robert Trent Jones at the Shoals vellinum í Muscle Shoals, í Alabama. Þáttakendur eru 45 frá 9 háskólum. Ragnhildur hefir náð þeim glæsilega árangri að vera T-4 eftir 1. dag í einstaklingskeppninni, en hún kom í hús á 1 yfir pari, 73 höggum og er á 1.-2. besta skorinu í sínu liði. Lið EKU er í 3. sæti í liðakeppninni. Sjá má stöðuna á Ohio Valley Conference Championship með því að SMELLA HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Sigurlaug Rún & félagar í Drake í 1. sæti e. fyrri dag MVC Championship!!!
Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK og félagar í Drake háskólanum eru í 1. sæti eftir 1. dag á MVC Championship. Mótið fer fram dagana 15.-16. apríl 2019 í Sand Creek CC í Charleston Indiana og lýkur því í dag. Þátttakendur eru 50 frá 10 háskólum. Sigurlaug hefir spilað báða keppnishringina sem lokið hefir verið við á samtals 9 yfir pari, 153 höggum (78 75) og er T-19 í einstaklingskeppninni, á 4.-5. besta skori Drake. Sjá má stöðuna á MVC Championship með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Kristjánsson – 15. apríl 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Gunnar Kristjánsson. Gunnar er fæddur 15. apríl 1959 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Gunnar stundaði m.a. nám í Flensborgarskólanum og Florida International University. Hann býr í Kópavogi. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska Gunnari til hamingju með merkisafmælið hér að neðan Gunnar Kristjánsson – 60 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Davíð Bjarnason, 15. apríl 1954 (65 ára); Barbara Barrow, spilaði á LPGA, 15. apríl 1955 (64 ára); Sjöfn Sigþórsdóttir, 15. apríl 1956 (63 ára); Hans Henttinen, 15. apríl 1960 (59 ára); Samúel Ingi Þórarinsson, 15. apríl Lesa meira
Hvað er Butlers Cabin á Augusta National?
Þeir sem fylgjast með Masters risamótinu ár eftir ár eru kunnugir Butler´s Cabin, en aðspurðir um hvað nákvæmlega Butler´s Cabin er þá verður oft fátt um svör. Butler´s Cabin er ein sögufrægasta eignin í Augusta og staðurinn þangað sem farið er með nýbakaða Masters sigurvegara og fyrsta viðtalið tekið við þá. Í ár var það Jim Nantz, yfirfréttastjóri CBS Sports í Bandaríkjunum, sem stjórnaði viðtalinu. Í Butler´s Cabin fær Masters sigurvegarinn hinn fræga Græna Jakka og það er sigurvegari fyrra árs, sem klæðir nýbakaða Masters meistarann í þann jakka. Þetta hefir leitt til ýmissa skondinna uppákoma. T.a.m. þegar Tiger varð að klæða aðalkeppninaut sinn Phil Mickelson í Jakkann eða Jordan Lesa meira
Masters 2019: Hvað var í sigurpoka Tiger?
Eftirfarandi kylfur og annar golfútbúnaður voru í sigurpoka hins 15. falda risamótsmeistara Tiger, þegar hann sigraði í 5. Masters móti sínu: Dræver: TaylorMade M5 (9°) Sköft: Mitsubishi Diamana D+ 60TX. 3 tré: TaylorMade M5 Titanium (15°) Skaft: Mitsubishi Diamana D+ 70TX 5 tré: TaylorMade M3 (19°) Skaft: Mitsubishi Diamana D+ 70TX Járn: TaylorMade P-7TW (3-PW) Sköft: True Temper Dynamic Gold Tour Issue X100 Fleygjárn: TaylorMade Milled Grind (TW-12 56 °and TW-11 60°) Shafts: True Temper Dynamic Gold Tour Issue S400 Pútter: Scotty Cameron Newport 2 GSS prototype Golfbolti: Bridgestone Tour B XS Grip: Golf Pride Tour Velvet.
Masters 2019: Talan 7
Fyrir lokahringinn á 83. Masters risamótinu sem lauk í gærkvöldi birtist grein um ýmsar tölur hér á Golf1.is, sem tengingu hafa við Augusta National og Masters. Ein þessara tala VAR 6 en eftir sigur Tigers er hún orðin að 7!!! Það voru 6 Mastersmeistarar sem höfðu sigrað Masters risamótið yfir fertugu: Ben Hogan, Sam Snead, Gary Player, Jack Nicklaus, Ben Crenshaw og Mark O’Meara. Þeirra elstur er Jack Nicklaus, 46 ára. Tiger bætist nú í hóp þessara 6 og eru þeir sem unnið hafa Masters yfir 40 ára aldurinn því orðnir 7. Tiger var 43 ára og 3 mánaða og 15 daga gamall þegar hann sigraði á 5. Masters risamóti Lesa meira
Masters 2019: Norðmaðurinn Victor Hovland var með lægsta skor áhugamanna!!!
Norski kylfingurinn Viktor Hovland, sem spilar með liði Oklahoma State í bandaríska háskólagolfinu, skrifaði sig í sögubækurnar í gær í Augusta National golfklúbbnum í Augusta, Georgia. Hovland er fyrsti Norðmaðurinn sem spilar á Masters og hann var á 1 undir pari á lokahringnum og lauk keppni á samtals 3 undir pari og hafði 1 höggi betur en Alvaro Ortiz, sem spilar með Arkansas í keppni um hver yrði með lægsta skor áhugamanna. Hovland spilaði á samtals 285 höggum (72, 71, 71, 71) og lauk keppni á Masters risamótinu T-32 og það í fyrsta risamóti sínu!!! Hann er fyrsti kúrekinn (ens: Cowboy – en svo nefnist skólalið Oklahoma State) til þess Lesa meira










