Masters 2019: Öryggisvörður rann á Tiger! – Myndskeið
Tiger Woods er einn af vinsælustu kylfingum allra tíma og hann svo sannarlega dregur að sér stærstu áhorfendahópanna á PGA Tour. Svo ekki sé minnst á risamótin. Þar af leiðandi er ávallt mikil öryggisgæsla þegar Tiger á í hlut, því þar er jú einn hæst launaði íþróttamaður allra tíma. Á Masters og á risamótunum er Tiger eins og áður er sagt gætt enn meir. Í gær, föstudaginn á 2. keppnisdegi Masters, þá var þessi aukna öryggisvarsla Tiger næstum að falli á 15. holu. Tiger hóf 2. hring 4 höggum á eftir forystumönnum 1. dags þeim Brooks Koepka og Bryson DeChambeau. Hann náði að setja saman fyrri 9 upp á 1 Lesa meira
Masters 2019: Uppskrift að ekta Pimento ostasamloku á la Masters
Deb Lander, fréttamaður Real Food Traveler í Flórída, gerði sér ferð í Augusta National Golf Club í Georgíu-ríki í Bandaríkjunum, fyrir 6 árum, þ.e.2013 til þess að fylgjast með Masters mótinu (þið vitið þessu golfmóti þar sem sigurvegarinn fær að klæðast grænum jakka🙂). Henni fannst maturinn þar fremur „retro“ þ.e. eins og farið væri aftur í tímann til 1950 og 1960 en eitt vinsælasta snakkið, sem áhorfendur virtust háma í sig út um allan völl voru hinar frægu ,hefðbundnu Masters pimento osta samlokur. Ef þið fáið tækifæri til þess að fylgjast með Masters mótinu í návígi einhvern tímann, smakkið endilega aðalsnakkið á vellinum: pimento osta samlokuna (sem er sérlega góð Lesa meira
Dagbjartur T-7 og Sigurður Bjarki T-9 á Scottish Boys Open!!! Stórglæsilegt!!!
GR-ingarnir Dagbjartur Sigurbrandsson og Sigurður Bjarki Blumenstein, kepptu á Scottish Boys Open meistaramótinu, en mótið fór fram á West Kilbride vellinum í Skotlandi dagana 10.-12. apríl 2019 og lauk því í gær. Þátttakendur voru 192 og flestir frá Skotlandi eins og gefur að skilja. Skemmst er frá því að segja að báðir Íslendingarnir komust í gegnum niðurskurð og í hóp þeirra 41 sem spiluðu lokahringina og er það eitt sér glæsilegt. Dagbjartur og Sigurður Bjarki toppuðu þetta þó enn með því að vera báðir með topp-10 árangra. Stórglæsilegt!!! Dagbjartur lék á samtals 3 undir pari, 281 höggi (71 68 72 70) og lauk keppni T-7. Sigurður Bjarki lék á samtals Lesa meira
Masters 2019: Staðan e. 2. dag
Það eru 5 kylfingar efstir og jafnir á The Masters risamótinu í hálfleik: Brooks Koepka, Francesco Molinari, Louis Oosthuizen, Adam Scott og Jason Day. Allir hafa þessir 5 forystumenn spilað á samtals 7 undir pari, 137 höggum. Í 6. sæti aðeins 1 höggi á eftir forystumönnunum eru ekki síðri kylfingar en DJ og Tiger, Justin Harding frá S-Afríku og Xander Schauffele. Það stefnir í hörkuspennandi Masters um helgina!!! Þeir sem voru nálægt því að ná niðurskurði en komust ekki eru m.a. Danny Willett, Sergio Garcia og Justin Rose. Sjá má stöðuna á The Masters að öðru leyti með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Russell Henley —– 12. apríl 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Russell Henley. Hann er fæddur 12. apríl 1989 í Macon, Georgíu og á því 30 ára stórafmæli í dag!!! Í Macon var Henley fyrst í Stratford Academy og spilaði síðan í 4 ár í bandaríska háskólgolfinu með liði University of Georgia í Athens. Þar hlaut hann m.a. Haskins Award 2010, sem besti kylfingurinn á háskólastigi og spilaði í Opna bandaríska þar sem hann ásamt Scott Langley voru á besta skori áhugamanna. Hann spilaði einnig í tveimur mótum Nationwide Tour2010: the Nationwide Children’s Hospital Invitational og the Stadion Athens Classic at UGA.[3] Árið 2011 sigraði Henley Stadion Classic at UGA á Nationwide Tour og er aðeins 2. áhugamaðurinn Lesa meira
Masters 2019: Matt Wallace sigraði í Par-3 keppninni
Það var Matt Wallace, sem sigraði í hinu hefðbundna par-3 móti fyrir Masters. Aldrei í sögu Masters hefir það gerst að sigurvegari í par-3 mótinu beri síðan sigur úr býtum í sjálfu Masters risamótinu. Par-3 mótið fer alltaf fram daginn fyrir eiginlega risamótið og í ár var það miðvikudaginn 10. apríl 2019. Par-3 mótið er skemmtilegt mót þar sem atvinnukylfingarnir láta oftar en ekki kærustur, eiginkonur eða jafnvel börnin sín klæðast hvíta Masters kylfuberagallanum og bera kylfurnar fyrir sig. Sjá hér að neðan mynd af æsku Bandaríkjanna í atvinnugolfinu leika sér: Rickie Fowler, Jordan Spieth og Justin Thomas ásamt kærustum og eiginkonum í Par-3 mótinu fyrir Masters: Í ár var Lesa meira
Masters 2019: Champions Dinner matseðlar undanfarinna ára og matseðill Reed
Á þriðjudeginum sl. þ.e. 9. apríl 2019 fór fram Champions Dinner, sem komin er 67 ára hefð fyrir. Sú veislumáltíð hefir verið haldin allt frá árinu 1952 og var það Ben Hogan sem hóf þessa skemmtilegu venju. Hugmyndin að baki „The Champions Dinner“ er einföld: Sigurvegarar The Masters eru lokaður hópur manna, sem saman kemur á hverju þriðjudagskvöldi fyrir The Masters til þess að bjóða sigurvegara síðasta árs velkominn í klúbbinn. Klúbburinn er opinberlega þekktur sem „The Masters Club“ en óopinberlega gengur samkundan undir nafninu „Champions Dinner.“ „The Champions Dinner“ fór s.l. þriðjudagskvöld og var bandaríski kylfingurinn Patrick Reed , sigurvegari The Masters 2018, formlega boðin innganga í klúbbinn. Sigurvegari Lesa meira
Hvernig kom nafnið „Amen Corner“ til?
Amen Corner er frægur hluti af golfvelli Augusta National golfklúbbsins: holur 11, 12, and 13. En af hverju nefnast þessar holur þessu nafni og hver fann upp á því. Í sögunni á bakvið „Amen Corner“ koma við sögu Arnold Palmer, frægðarhallar golffréttaritari, jazz tónlistarmenn og predikarar á götuhornum. Uppruni nafnsins „Amen Corner“ Á síðasta degi Masters risamótsins 1958 spilaði kóngurinn, Arnold Palmer, stórkostlegt golf á holum 11, 12 og 13 og sigraði síðan mótið. Eftir sigur Palmer skrifaði golffréttaritarinn Herbert Warren Wind grein í Sports Illustrated, þar sem hann vísaði til þessa hluta golfvallarins sem „Amen Corner.“ Þetta nafn hefir síðan festst við þennan hluta golfvallar Augusta National. Hvað varð Lesa meira
Masters 2019: Staðan e. 1. dag
Það eru bandarísku kylfingarnir Bryson DeChambeau og Brooks Koepka, sem eru í forystu eftir 1. hring The Masters risamótsins, sem hófst í dag. Báðir, DeChambeau og Koepka komu í hús á 6 undir pari, 66 höggum. DeChambeau fékk 9 fugla og 3 skolla á 1. hring (fuglarnir komu á 2., 4. og 8. holu á fyrri 9 og á frábærum kafla á seinni 9 á 12.,13. 15.,16. 17. og 18. holu – skollar DeChambeau komu á 3., 9. og 14. holu). Koepka á hinn bóginn skilaði „hreinu“ þ.e. skollalausu skorkorti – fékk 6 fugla og 12 pör á 1. hring Augusta National, sem er glæsilegt!!! Fuglar Koepka komu á 2. Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Rakel Garðarsdóttir – 11. apríl 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Rakel Garðarsdóttir. Rakel er fædd 11. apríl 1974 og á því 45 ára afmæli í dag. Komast má á facebook-síðu afmæliskylfingsins hér fyrir neðan til þess að óska Rakel til hamingju með daginn Rakel Garðarsdóttir 45 ára– Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem afmæli eiga í dag eru: Michael Daly, f. 11. apríl 1952 (67 ára); Gary Orr, 11. apríl 1967 (52 ára); Roland Churchill Thatcher IV, 11. apríl 1977 (42 ára) … og … Camper Iceland, 11. apríl 1977 (42 ára); Ágúst Elí Björgvinsson, GK, 11. apríl 1995 (24 ára) …. og …. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga Lesa meira










