Gísli Sveinbergsson, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2019 | 15:00

Bandaríska háskólagolfið: Gísli & félagar luku keppni í 12. sæti

Gísli Sveinbergsson og félagar í Kent State tóku þátt í Boilermaker mótinu í bandaríska háskólagolfinu.

Mótið fór fram á Kampen golfvellinum, í West Lafayette, Indiana.

Mótið átti að vera 3 hringja mót, sem spilast áttu á tveimur dögum, þ.e. 13. og 14. apríl 2019, en aðeins tókst að ljúka leik á fyrri degi þ.e. 2 spilaða hringi og 3. hring aflýst vegna veðurs.

Gísli lék á samtals 149 höggum (74 75) og lauk keppni T-58 í einstaklingskeppninni og var á 3. besta skori Kent State liðsins.

Kent State varð í 12. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna í Boilermaker mótinu með því að SMELLA HÉR:

Næsta mót Kent State er 19. apríl n.k.

Í aðalmyndaglugga: Gísli Sveinbergsson. Mynd: Golf 1