Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2019 | 23:59

Masters 2019: Staðan e. 3. dag

Það er ítalski kylfingurinn Francesco Molinari, sem er efstur fyrir lokahring Masters risamótsins og stefnir í spennandi sunnudagskvöld.

Molinari er búinn að spila á 13 undir pari, 203 höggum (70 67 66).

Jafnir í 2. sæti, 2 höggum á eftir eru Tiger Woods, sem er að reyna að tryggja sér 15. risatitil sinn og Tony Finau.

Tiger og Finau eru báðir á 11 undir pari, 205 höggum; Finau (71 70 64) og Tiger (70 68 67).

Í lokahollinu á Masters 2019 eru því Molinari, Tiger og Finau.

Einn i 4. sæti er síðan Brooks Koepka á samtals 10 undir pari, 206 höggum (66 71 69). E.t.v. gætu þeir sem deila 5. sætinu, á samtals 9 undir pari, hvor, einnig blandað sér í sigurbaráttuna en í því sæti eru Ian Poulter og Webb Simpson.

Telja verður líklegt að einhver hinna 6 ofanagreindu standi uppi sem sigurvegari á Masters á sunnudagskvöldinu!

Sjá má stöðuna að öðru leyti með því að SMELLA HÉR: