Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 16. 2019 | 08:19

Bandaríska háskólagolfið: Saga & félagar í 9. sæti e. 1. dag Mountain West Conference Championships!!!

Saga Traustadóttir, GR og félagar í Colorado State taka þátt í Mountain West Conference Championship.

Mótið fer fram á hinum sögufræga Dinah Shore Tournament velli í Mission Hills golfklúbbnum í Rancho Mirage, Kaliforníu.

Saga lék 1. hring á 11 yfir pari, 83 höggum og er á 3.-4. besta skorinu í liði sínu þ.e. er T-37.

Eftir 1. dag er Colorado State í 9. sæti í liðakeppninni.

Til þess að sjá stöðuna á Mountain West Conference Championship SMELLIÐ HÉR: