Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2019 | 07:45

Masters 2019: Talan 7

Fyrir lokahringinn á 83. Masters risamótinu sem lauk í gærkvöldi birtist grein um ýmsar tölur hér á Golf1.is, sem tengingu hafa við Augusta National og Masters.

Ein þessara tala VAR 6 en eftir sigur Tigers er hún orðin að 7!!!

Það voru 6 Mastersmeistarar sem höfðu sigrað Masters risamótið yfir fertugu: Ben Hogan, Sam Snead, Gary Player, Jack Nicklaus, Ben Crenshaw og Mark O’Meara.

Þeirra elstur er Jack Nicklaus, 46 ára.

Tiger bætist nú í hóp þessara 6 og eru þeir sem  unnið hafa Masters yfir 40 ára aldurinn því orðnir 7.

Tiger var 43 ára og 3 mánaða og 15 daga gamall þegar hann sigraði á 5. Masters risamóti sínu.

E.t.v. nær Tiger a.m.k. að slá met Nicklaus hvað aldurinn varðar en nú er Tiger búinn að minnka bilið milli sín og Nicklaus hvað metfjölda sigra í risamótum áhrærir – Nicklaus hefir enn vinninginn bæði hvað varðar aldurinn og fjölda sigra í risamótum. Nicklaus hefir sigrað í 18 risamótum en Tiger hefir minnkað muninn og vantar nú aðeins sigur í 3 risamótum til viðbótar til þess að jafna við Nicklaus!