Tumi Kúld Arinbjörnsson. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 16. 2019 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Tumi var á besta skori WCU í Southern Intercollegiate

Tumi Hrafn Kúld, GA og lið hans í bandaríska háskólagolfinu Western Carolina University (WCU) tóku þátt í Southern Intercollegiate mótinu, sem fram fór í gær, 15. apríl 2019.

Þetta var 36 holu mót og voru þátttakendur 85 frá 17 háskólum.

Mótsstaður var Athens CC í Athens, Georgíu.

Tumi var á besta skorinu í liði sínu – varð T-36 með skor upp á 9 yfir pari, 153 högg (76 77).

Lið WCU varð í T-14 í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á Southern Intercollegiate með því að SMELLA HÉR:

Næsta mót Tuma og félaga í WCU er 21.-23. apríl n.k. á Pinehurst í Norður-Karólínu.