Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2019 | 10:00

Hvað er Butlers Cabin á Augusta National?

Þeir sem fylgjast með Masters risamótinu ár eftir ár eru kunnugir Butler´s Cabin, en aðspurðir um hvað nákvæmlega Butler´s Cabin er þá verður oft fátt um svör.

Butler´s Cabin er ein sögufrægasta eignin í Augusta og staðurinn þangað sem farið er með nýbakaða Masters sigurvegara og fyrsta viðtalið tekið við þá.

Í ár var það Jim Nantz, yfirfréttastjóri CBS Sports í Bandaríkjunum, sem stjórnaði viðtalinu.

Í Butler´s Cabin fær Masters sigurvegarinn hinn fræga Græna Jakka og það er sigurvegari fyrra árs, sem klæðir nýbakaða Masters meistarann í þann jakka.

Þetta hefir leitt til ýmissa skondinna uppákoma. T.a.m. þegar Tiger varð að klæða aðalkeppninaut sinn Phil Mickelson í Jakkann eða Jordan Spieth, Danny Willet eftir að hafa sjálfur gefið frá sér sigurinn á seinni 9.

Ef einhver af áhugamönnunum nær niðurskurði þá er þeim sem efstur er veittur bikar fyrir að hafa verið á lægsta skori áhugamanna.

Í ár komust 4 af 6 áhugamönnum, sem þátt tóku í Masters í gegnum niðurskurð og sá sem var efstur var norski kylfingurinn Hovland, eins og lesa má um í annari grein hér á Golf1.is í dag. Hann varð T-32.

Butler´s Cabin er líka aðsetur bandarískra sjónvarpsmiðla (American TV broadcasters) sem sjónvarpa frá Masters og auðvitað Butler´s Cabin.

Burt séð frá athyglinni sem Butler´s Cabin fær á lokadegi Masters þá er húsið notað sem gistihús fyrir félagsmenn og gesti þeirra.

Butlers Cabin var byggði árið 1964 er er nefnd eftir Thomas Butler; sem var félagi í Augusta National golfklúbbnum á þeim tíma.

Húsið er eitt af 10 á Augusta National og það ásamt Eisenhower Cabin eru best þekktu húsin í Augusta National.

Í upphafi móts langar náttúrlega öllum þátttakendum á Masters risamótinu til þess að vera í Butler´s Cabin í lok móts á sunnudagskvöldinu …. en aðeins sárafáum tekst það …. hvað þá 5 sinnum eins og Tiger.