Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 16. 2019 | 07:30

Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur T-4 e. 1. dag Ohio Valley Conference Championship!!!

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og félagar í Eastern Kentucky University (EKU) taka þátt í Ohio Valley Conference Championship.

Mótið fer fram dagana 15.-17. apríl 2019 í Robert Trent Jones at the Shoals vellinum í Muscle Shoals, í Alabama.

Þáttakendur eru 45 frá 9 háskólum.

Ragnhildur hefir náð þeim glæsilega árangri að vera T-4 eftir 1. dag í einstaklingskeppninni, en hún kom í hús á 1 yfir pari, 73 höggum og er á 1.-2. besta skorinu í sínu liði.

Lið EKU er í 3. sæti í liðakeppninni.

Sjá má stöðuna á Ohio Valley Conference Championship með því að SMELLA HÉR: