Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur & félagar urðu í 2. sæti á OVC Championship!
Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og félagar í Eastern Kentucky University (EKU) urðu í 2. sæti á OVC Championship, Þetta er í 6. sinn á 7 árum sem EKU er í annað af topp-liðunum í mótinu en alls tóku 45 þátt frá 9 háskólaliðum. Ragnhildur varð T-9 í mótinu og var það 2.-3. besti árangur í liði hennar. Skor Ragnhildar var 8 yfir pari, 224 högg (73 75 76). Glæsilegt hjá Ragnhildi!!! Sjá má lokastöðuna á OVC Championship með því að SMELLA HÉR: Í aðalmyndaglugga: Ragnhildur á OVC Championship. Mynd: EKU
Bandaríska háskólagolfið: Arnar Geir & félagar urðu í 1. sæti og Birgir Björn T-8 á Baker Spring Inv.!!!
Tveir íslenskir kylfingar tóku þátt í Baker University Spring Invite, sem fram fór dagana 15.-16. apríl og lauk í gær; margfaldur klúbbmeistari GSS, Arnar Geir Hjartarson og lið hans Missouri Valley og fv. klúbbmeistari Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði, Birgir Björn Magnússon og lið hans Bethany Swedes. Birgir Björn gerði sér lítið fyrir og landaði topp-10 árangri, lék á 147 höggum (76 71) og varð T-8. Lið Birgis Björns, Bethany Swedes varð í 4. sæti af 9 sem þátt tóku. Arnar Geir og lið hans Missouri Valley, hins vegar, sigruðu í mótinu, en Arnar Geir var á 5. besta skorinu í liði sínu þ.e. T-24 á skori upp á 154 högg Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Eva Karen & félagar urðu í 9. sæti Sun Belt Conf. Tournament
Eva Karen Björnsdóttir og félagar í ULM tóku þátt í Sun Belt Conference Tournament, sem fram fór á Hills velli LPGA International á Daytona Beach í Flórída. Eva Karen lék á samtals 23 yfir pari, 239 höggum (79 83 77) og bætti sig eins og sjá má eftir því sem leið á mótið. Hún varð í 48. sæti í einstaklingskeppninni en ULM varð í 9. sæti í liðakeppninni. Til þess að sjá lokastöðuna á Sun Belt Conference Tournament SMELLIÐ HÉR: Þetta er síðasta mót á keppnisdagskránni í vor hjá Evu Karenu og ULM.
Bandaríska háskólagolfið: Sigurlaug & félagar luku keppni í 5. sæti á MVC Championship
Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK og félagar í Drake háskólanum sigruðu á MVC Championship!!! Mótið fór fram dagana 15.-16. apríl 2019 í Sand Creek CC í Charleston Indiana og lauk því í gær. Þátttakendur voru 50 frá 10 háskólum. Sigurlaug lék á samtals 16 yfir pari, 232 höggum (78 75 79) og varð T-19 í einstaklingskeppninni, var á 3.-4. besta skori Drake. Sjá má lokastöðuna á MVC Championship með því að SMELLA HÉR: Þetta hljóta að vera sár vonbrigði því eftir 1. dag var Drake í efsta sæti!!! Sigurlaug Rún hélt þó sínu á taugatrekkjandi lokahringnum og varð T-19 sætinu, sem hún var í eftir fyrri keppnisdaginn.Vel gert hjá Sigurlaugu Rún!!!
Nýja Nike/Tiger auglýsingin
Hver hefði trúað því að Tiger, 43 ára, myndi bæta við 5. Masters og 15. risamótstitlinum sínum í ár? Örugglega hinir fjölmörgu stuðningsmenn hans. En efasemdamennirnir og baknagararnir voru líka margir! Nú eftir að Tiger hefir sýnt og sannað að hann getur þetta enn og er m.a. risinn upp í 6. sætið á heimslistanum, er hann auðvitað orðinn vinsæll meðal auglýsenda. Einn hinna fyrstu sem birti splunkunýja auglýsingu með Tiger er Nike og má sjá nýju auglýsinguna með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Ragna Björk Ólafsdóttir – 17. apríl 2019
Það er Ragna Björk Ólafsdóttir, klúbbmeistari kvenna í GKG 2012 og 2013, sem er afmæliskylfingur dagsins. Ragna er fædd 17. apríl 1989 og á því 30 ára stórafmæli í dag! Ragna spilaði m.a. með golfliði St. Leo í Flórída, í bandaríska háskólagolfinu. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Eyjólfur Kristjánsson, 17. apríl 1961 (58 ára); Helgi Ómar Pálsson, GA, 17. apríl 1962 (57 ára); Susie Redman, frá Salem OH, var á LPGA (varð m.a. í 2. sæti á Nabisco Dinah Shore risamótinu 1995), f. 17. apríl 1966 (53 ára); John Gallacher 17. apríl 1981 (38 ára); Tandi Cunningham (suður-afrísk á LET varð T-2 á Lalla Meryem í Lesa meira
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2019: Kurt Katayama (25/27)
Golf 1 hefir á undanförnum árum kynnt „nýju strákana“ á Evróputúrnum og verður því fram haldið hér. Lokaúrtökumótið í ár fór fram á Lumine golfstaðnum í Tarragona, nálægt Barcelona á Spáni, dagana 10.-15. nóvember 2018 og voru að venju spilaðir 6 hringir. Efstu 25 og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu hlutu kortið sitt á Evróputúrnum. Í ár voru það 27 sem hlutu kortið sitt á Evróputúrnum. Líkt og á undanförnum árum verður hafist á að kynna þá sem urðu í síðustu sætunum fyrst og endað á þeim sem sigruðu í Q-school þ.e. urðu efstir í lokaúrtökumótinu. Í ár deildu 8 strákar 20. sætinu og komust því 27 „nýir Lesa meira
Atvinnukylfingar fá styrk úr Forskots-sjóðnum
Nýverið var úthlutað úr Forskoti, afrekssjóði kylfinga, en alls fá sex atvinnukylfingar styrk úr sjóðnum á árinu 2019. Þetta er í áttunda sinn sem íslenskir kylfingar fá úthlutað úr Forskoti afrekssjóði sem var stofnaður árið 2012. Kylfingarnir eru: Axel Bóasson, Golfklúbbnum Keili. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Golfklúbbnum Keili. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Golfklúbbi Reykjavíkur Haraldur Franklín Magnús, Golfklúbbi Reykjavíkur. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Golfklúbbi Reykjavíkur. Valdís Þóra Jónsdóttir, Golfklúbbnum Leyni. Að afrekssjóðnum standa: Eimskip, Valitor, Íslandsbanki, Icelandair Group, Vörður tryggingar, Bláa Lónið og Golfsamband Íslands. Aðstandendur sjóðsins eru ánægðir með að íslenskt afreksgolf hefur verið í stöðugri framför frá stofnun hans. Sjóðurinn hefur frá upphafi haft það að markmiði að styðja við þá Lesa meira
GSÍ: Samið v/Golfbox um nýtt kerfi
Tölvunefnd Golfsambands Íslands lagði nýverið fram tillögu þess efnis að GSÍ taki í notkun hugbúnaðarkerfið Golfbox. Tölvunefndin komst að þessari niðurstöðu eftir ítarlega skoðun og greiningu en sú vinna hefur farið fram á undanförnum árum. Golfbox hefur frá árinu 2003 rekið og þróað hugbúnaðarkerfi fyrir golfklúbba, golfsambönd og mótshaldara. Kerfið hefur verið í notkun í tugum landa með góðum árangri og er leiðandi lausn á markaði Kerfið býr yfir fullkomnu mótakerfi, nýju forgjafarkerfi (WHS), rástímakerfi og ýmsum öðrum möguleikum sem styðja við starfsemi golfklúbba. Stjórn GSÍ fjallaði um málið á síðasta stjórnarfundi sínum þann 28.mars 2019. Á þeim fundi var samningur við Golfbox til fimm ára undirritaður með fyrirvara um Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Rúnar Birgisson – 16. apríl 2019
Það er Ingi Rúnar Birgisson sem er afmæliskylfingur dagsins. Ingi Rúnar er fæddur 16. apríl 2000 og á því 19 ára afmæli í dag. Hann varð m.a. Íslandsmeistari í höggleik í strákaflokki 2014. Komast má á facebook síðu Inga Rúnar hér að neðan Ingi Rúnar Birgisson, GKG (f. 16. apríl 2000 – 19 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Bjössi Garðars, GS, 16. april 1962 (57 ára); Oli Magnusson, 16. apríl 1970 (49 ára); Mark Haastrup, 16. apríl 1984 (35 ára); Michael Thompson, 16. apríl 1985 (34 ára); Doug Ghim, 16. apríl 1996 (23 ára) …. og …. Golf 1 Lesa meira










