Krafist bóta úr hendi Tiger og kærustu hans f. manndráp af gáleysi
Höfðað hefir verið mál gegn Tiger Woods og kærustu hans, Erica Herman, aðalframkvæmdastjóra The Woods Jupiter, af foreldrum fyrrum þjóns á veitingastað Tiger, sem lést í ölvunaraksturs slysi á sl. ári. Málið var höfðað í Palm Beach County sl. mánudag. Skv. málsskjölum lauk hinn 24 ára Nicholas Immesberger vakt sinni kl. 3 að nótt þann 10. desember 2018, en var áfram á barnum þar sem honum voru bornar veitingar af starfsmönnum Tiger, sem leiddu til ofurölvunar hans. Immesberger dó síðan af völdum áverka sem hann hlaut í bílsslysi eftir að hafa yfirgefið veitingastaðinn. Í málinu segir að „starfsmenn og stjórnendur The Woods hafi haldið áfram að bera áfengi í Immesberger, sem Lesa meira
Saga Wanamaker bikarsins
Wanamaker bikarinn er verðlaunagripurinn, sem sigurvegari The PGA Championship risamótsins mun lyfta n.k. sunnudag. Hann er nefndur eftir Rodman Wanamaker, einum stofnanda PGA. Árið 1916 styrkti Wanamaker PGA um $ 2500 og bað um að silfurbikar yrði smíðaður í verðlaun. Fimmfaldur sigurvegari á PGA Championship Walter Hagen týndi Wanamaker bikarnum og var hann týndur um árabil. Hagen sagðist hafa beðið leigubílstjóra að keyra bikarnum til síns heima, en bikarinn kom aldrei. Það var síðan árið 1930 sem upprunalegi bikarinn fannst aftur. Hann fannst í kjallara á fyrirtækinu L.A. Young & Company (sem smíðuðu handgerðar golfkylfur Walter Hagen í Detroit). Bikarinn var í ómerktum kassa og það var maður sem vann að Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Blair O´Neal, Caroline Masson, Laufey Jóna Jónsdóttir og Sindri Þór Kristjánsson – 14. maí 2019
Afmæliskylfingar dagsins eru 4: Sindri Þór Kristjánsson, Laufey Jóna Jónsdóttir, GS; Caroline Masson og Blair O´Neal. Sindri Þór, GKG, er fæddur 14. maí 1989 og á því 30 ára stórafmæli í dag. Laufey Jóna er einn af efnilegum afrekskylfingum Golfklúbbs Suðurnesja og fæddist í dag 1998 þ.e. fyrir 21 ári! Komast má á heimasíðu Sindra Þórs og Laueyjar Jónu til þess að óska þeim til hamingju með afmælið hér að neðan Laufey Jóna Jónsdóttir, GS (21 árs – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Sindri Þór Kristjánsson, GKG (30 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Caroline Masson er ein af fremstu kvenkylfingum Þýskalands og vakti fyrst verulega athygli á sér Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Helga Kristín & félagar urðu í 18. sæti á Auburn svæðismótinu!
Helga Kristín Einarsdóttir og félagar í Albany háskólanum tóku þátt í NCAA Auburn Regional. Svæðismótið fór fram í Saugahatchee Country Club í Opelika, Alabama, dagana 6.-8. maí sl. Í mótinu tóku aðeins þátt einhver sterkustu kvenháskólalið nokkura ríkja Bandaríkjanna: Alabama, Flórída, Georgia, Kaliforníu, Kentucky, Maryland, New York, Norður- og Suður-Karólínu, Tennessee, Texas og Virginíu. Háskólalið Helgu Kristínar, Albany. öðlaðist þátttökurétt í svæðismótinu vegna sigurs á Metro Atlantic Athletic Conference meistaramótinu, 2. árið í röð, sem fram fór í Flórída í sl. mánuði. Fyrirfram var vitað að lið Helgu Kristinar, Albany væri það 17. í styrkleikaröðinni og kom það nokkurn veginn heima því liðið endaði í 18. sæti á mótinu. Helga Lesa meira
Nýju strákarnir á PGA Tour 2019: Roger Sloan (41/50)
Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour keppnistímabilið 2018-2019 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Web.com Tour eftir 2017-2018 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 4 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Web.com Finals. Nú hafa verið kynntir þeir 25, sem urðu efstir á peningalista Web.com Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, síðast var kynntur sá sem varð í 1. sæti peningalistans, Sungjae Im frá Suður-Kóreu. Nú er aðeins eftir að kynna þá 25, sem urðu efstir á Web.com Finals og hlutu þannig þáttökurétt á Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Caroline Hedwall – 13. maí 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Caroline Hedwall. Caroline er fædd 13. maí 1989 í Täby, Svíþjóð og á því 30 ára stórafmæli í dag! Hún spilar bæði á LET og LPGA og býr í Löddeköpinge, Svíþjóð. Caroline byrjaði að spila golf 8 ára og fékk golfstyrk við Oklahoma State University árið 2008. Hún er dóttir Yvonne og Claes Hedwall og á tvíburasystur, Jacqueline, sem einnig spilaði í bandaríska háskólgolfinu þ.e. með kvennagolfliði Louisiana State University. Caroline telst vera Íslandsvinur því í Oklahoma State kynntist hún Eygló Myrru Óskarsdóttur og eru þær báðar vinkonur, en Eygló Myrra var einnig við nám í Oklahoma State og spilaði með háskólaliðinu. Hedwall átti mjög farsælan áhugamannaferil; var Lesa meira
PGA: Kang sigurvegari Byron Nelson
Það var suður-kóreanski kylfingurinn Sung Kang sem sigraði á AT&T Byron Nelson mótinu. Sigurskor Kang var glæsilegt 23 undir pari, 261 högg (65 61 68 67). Í 2. sæti urðu bandarísku kylfingarnir Scott Piercy og Matt Every, 2 höggum á eftir þ.e. á samtals 21 undir pari, 263 höggum, hvor. Sjá má lokastöðuna á AT&T Byron Nelson mótinu með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta lokahrings AT&T Byron Nelson mótsins með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Jenetta Bárðardóttir – 12. maí 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Jenetta Bárðardóttir, GR og GKB. Jenetta er fædd 12. maí 1949 og á því 70 ára merkisafmæli í dag. Hún hefir m.a. aflað sér réttinda til þess að kenna SNAG (stutt fyrir Starting New At Golf) Sjá má nýlegt viðtal Golf 1 við afmæliskylfinginn með því að SMELLA HÉR: Komast má á síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Jenettu til hamingju með afmælisdaginn hér að neðan Jenetta Bárðardóttir (70 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Elsa Björk Knútsdóttir, 12. maí 1958 (61 árs); Amy Benz, 12. maí 1962 (57 ára); Steven Conran, 12. maí 1966 (53 ára); Andrew Lesa meira
Evróputúrinn: Kinhult sigraði á Betfred British Masters
Það var sænski kylfingurinn Marcus Kinhult sem sigraði á Betfred British Masters hosted by Tommy Fleetwood. Sigurskor Kinhult var 16 undir pari, 272 högg (65 69 68 70). Fyrir sigurinn hlut Kinhult € 579,550 vinningstékka Englendingarnir Eddie Pepperell og Matt Wallace og Skotinn Robert MacIntyre deildu 2. sætinu, allir 1 höggi á eftir. Sjá má lokastöðuna á Betfred British Masters með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta lokahrings Betfred British Masters með því að SMELLA HÉR:
LET: Guðrún Brá dúxaði á golfregluprófi nýliða á LET!!!
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, Íslandsmeistari í golfi 2018, er nýliði á LET Evrópumótaröðinni. Keiliskonan náði bestum árangri allra nýliða á golfregluprófi sem LET og R&A lögðu fyrir alls 41 nýliða á LET Evrópumótaröðinni. Þetta er fimmta árið í röð sem þessi háttur er hafður á hjá nýliðum á LET Evrópumótaröðinni. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir hafa báðar þreytt slíkt golfreglupróf. Prófið er tekið á vefsíðu R&A og þar er farið yfir helstu golfreglurnar. Allir nýliðar á LET verða að þreyta þetta próf. Mike Round, þróunarstjóri hjá LET, segir að prófið sé nauðsynlegt fyrir alla kylfinga og sérstaklega atvinnukylfinga. „Hvert högg í keppni hjá atvinnukylfingum skiptir máli. Þeir sem Lesa meira










