Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 14. 2019 | 08:07

Bandaríska háskólagolfið: Helga Kristín & félagar urðu í 18. sæti á Auburn svæðismótinu!

Helga Kristín Einarsdóttir og félagar í Albany háskólanum tóku þátt í NCAA Auburn Regional.

Svæðismótið fór fram í Saugahatchee Country Club í Opelika, Alabama, dagana 6.-8. maí sl.

Í mótinu tóku aðeins þátt einhver sterkustu kvenháskólalið nokkura ríkja Bandaríkjanna: Alabama, Flórída, Georgia, Kaliforníu, Kentucky, Maryland, New York, Norður- og Suður-Karólínu, Tennessee, Texas og Virginíu.

Háskólalið Helgu Kristínar, Albany. öðlaðist þátttökurétt í svæðismótinu vegna sigurs á Metro Atlantic Athletic Conference meistaramótinu, 2. árið í röð, sem fram fór í Flórída í sl. mánuði.

Fyrirfram var vitað að lið Helgu Kristinar, Albany væri það 17. í styrkleikaröðinni og kom það nokkurn veginn heima því liðið endaði í 18. sæti á mótinu.

Helga Kristín var á 3. besta skorinu í liði sínu í mótinu og varð T-73 í einstaklingskeppninni með skor upp á 77 82 71.

Sjá má lokastöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR: