Brandel og Brooks
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 18. 2019 | 11:00

Chamblee um Koepka: „Mér fannst hann gefa mér fingurinn“

Brooks Koepka hefir látið kylfurnar tala á 101. PGA Championship risamótinu á Bethpage Black, í New York. Í hálfleik er hann í efsta sæti og hefir 7 högga forystu á næstu keppendur; slíkir eru yfirburðirnir. Einn er sá sem ekki hefir verið hrifinn af Koepka hingað til en það er fréttamaðurinn Brandel Chamblee, sem hefir lifibrauð sitt af því að gagnrýna þá bestu. Að undanförnu hefir hann m.a. verið að velta fyrir sér hvort Koepka sé nokkuð svo frábær kylfingur; hann hafi bara verið heppinn hingað til. Koepka var í ráshóp með Tiger Woods and Francesco Molinari. Yfirburðir Koepka byrjuðu þegar á 1. holu mótsins, þar sem hann fékk fugl en Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2019 | 23:59

Symetra: Ólafía Þórunn varð T-56 á Symetra Classic

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, GR lauk keppni á Symetra Classic mótinu, sem er hluti af Symetra Tour. Mótið fór fram dagana 15.-17. maí 2019 í Davidson, N-Karólínu. Ólafía lék samtals á 8 yfir pari, 224 höggum (74 – 75 – 75) og lauk keppni T-56. Fyrir þennan árangur hlaut Ólafía Þórunn tékka upp á $675 (u.þ.b. 83.000 ÍKR). Sigurvegari í mótinu varð annar írsku golftvíburana Leona Maguire og var sigurskorið 10 undir pari, 206 högg (70 – 69 – 67). Leona var reyndar í nokkrum sérflokki, en hún átti 5 högg á þær sem næstar komu; Stephanie Na og Brittany Benvenuto. Sjá má lokastöðuna á Symetra Classic með því að Lesa meira

Brooks Koepka
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2019 | 23:00

PGA: Koepka efstur i hálfleik á PGA Championship

Það er Brooks Koepka, sem er efstur á PGA Championship risamótinu í hálfleik. Koepka er samtals búinn að spila á 12 undir pari (63 65). Hann á heil 7 högg á þá sem næstir koma; þ.e. Adam Scott og Jordan Spieth. Tiger Woods tók einnig þátt í mótinu, en komst ekki í gegnum niðurskurð með skor upp á 5 yfir pari (72 73). Sjá má stöðuna á PGA Championship með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2019 | 22:00

LET: Guðrún Brá og Valdís Þóra úr leik á Sotogrande

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL tóku þátt í La Reserva Sotogrande Invitational. Mótið fer fram á Sotogrande í Andaluciu á Spáni, dagana 16.-19. maí 2019. Þær eru báðar úr leik en niðurskurður var miðaður við samtals 7 yfir pari eða betra. Guðrún Brá var mjög nálægt því að komast áfram, en aðeins munaði 1 höggi að hún næði niðurskurði; spilaði á samtals 8 yfir pari (74 78)! Valdís Þóra var og ekki langt frá því að ná áfram, en aðeins munaði 2 höggum hjá henni; var á samtals 9 yfir pari (78 75). Til þess að sjá stöðuna á La Reserva Sotogrande Invitational SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ólöf Ásta Farestveit – 17. maí 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Ólöf Ásta Farestveit. Ólöf Ásta er fædd 17. maí 1969 og á því 50 ára merkisafmæli í dag.  Ólöf Ásta er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Hún hefir tekið þátt í mörgum opnum mótum með góðum árangri m.a. á Opna Lancôme mótinu á Hellu undanfarin ár. Ólöf Ásta er gift Þráni Bj.Farestveit. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska Ólöfu Ástu til hamingju með daginn: Ólöf Ásta Farestveit (50 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Tim Sluiter 17. maí 1979 (40 ára STÓRAFMÆLI!!!); Hunter Mahan 17. maí 1982 (37 ára) og Lesa meira

Bjarki Pétursson
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2019 | 23:00

Bandaríska háskólagolfið: Bjarki m/besta lokahring Kent State á NCAA Pullman Regionals

Bjarki Pétursson, GB; Gísli Svenbergsson og lið þeirra í bandaríska háskólagolfinu tóku þátt í NCAA Pullman Regionals, sem fram fór á Palouse Ridge golfklúbbnum,  í WA dagana 12.-15. maí sl. Þátttakendur voru 80 frá 14 háskólum. Bjarki lék á samtals 3 undir pari, 207 höggum  (69 70 68) og átti stórglæsilegan lokahring upp á 2 undir pari, 68 högg; var á næstbesta skori liðs síns og á besta skorinu lokahringinn! Bjarki lauk keppni T-26. Gísli lék á samtals 4 yfir pari (70 74 70) og varð T-56. Lið Bjarka og Gísla, Kent State lauk keppni í 8. sæti.

Valgeir Vilhjálmsson
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Valgeir Vilhjálmsson – 16. maí 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Valgeir Vilhjálmsson.Valgeir er fæddur 16. maí 1969 og á því 50 ára stórafmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu Hönnu Lilju til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan   Valgeir Vilhjálmsson– Innilega til hamingju með 50 ára stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Bækur Og Kiljur, 16. maí 1958 (61 árs); Ty Armstrong, 16. maí 1959 (60 ára merkisafmæli!!!); Enn Þrír Plötusnúðar, 16. maí 1971 (48 ára); Ingi Rúnar Gíslason, 16. maí 1973 (46 ára); Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, 16. maí 1976 (43 ára); Andres Gonzales, 16. maí 1983 (36 ára); Bergur Jónasson, 16. maí 1987 (32 ára); Hanna Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2019 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2019: Hunter Mahan (42/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour keppnistímabilið 2018-2019 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Web.com Tour eftir 2017-2018 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 4 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Web.com Finals. Nú hafa verið kynntir þeir 25, sem urðu efstir á peningalista Web.com Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, síðast var kynntur sá sem varð í 1. sæti peningalistans, Sungjae Im frá Suður-Kóreu. Nú er aðeins eftir að kynna þá 25, sem urðu efstir á Web.com Finals og hlutu þannig þáttökurétt á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Magnús Gunn- laugsson og Gísli Þorgeirsson – 15. maí 2019

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Gísli Þorgeirsson og  Magnús Gunnlaugsson. Magnús er fæddur 15. maí 1968 og á því 51 árs afmæli í dag. Komast má á facebook síðu Magnúsar til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Magnús Gunnlaugsson – 51 árs – Innilega til hamingju með afmælið!!! Gísli er fæddur 15. maí 1967 og er því 52 ára í dag. Komast má á facebook síðu Magnúsar til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Gísli Þorgeirsson – 52 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ken Venturi (15. maí 1931 – 17. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2019 | 10:00

Symetra: Ólafía Þórunn hefur leik í dag á Symetra Classic

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir hefur leik í dag á Symetra Classic mótinu, sem er hluti af Symetra Tour. Mótið fer fram í Davidson, Norður-Karólínu, dagana 15.-17. maí 2019. Ólafía Þórunn fer út kl. 12:30 að staðartíma, sem er kl. 16:30 að okkar tíma hér á Íslandi. Hún hefur leik á 1. teig og með henni í ráshóp eru þær Elise Bradley og Laura Jansone – Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Lauru með því að SMELLA HÉR:  Fylgjast má með gengi Ólafíu Þórunnar á skortöflu með því að SMELLA HÉR: