Wanamaker bikarinn
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 14. 2019 | 16:30

Saga Wanamaker bikarsins

Wanamaker bikarinn er verðlaunagripurinn, sem sigurvegari The PGA Championship risamótsins mun lyfta n.k. sunnudag.

Hann er nefndur eftir Rodman Wanamaker, einum stofnanda PGA.

Árið 1916 styrkti Wanamaker PGA um $ 2500 og bað um að silfurbikar yrði smíðaður í verðlaun.

Fimmfaldur sigurvegari á PGA Championship Walter Hagen týndi Wanamaker bikarnum og var hann týndur um árabil. Hagen sagðist hafa beðið leigubílstjóra að keyra bikarnum til síns heima, en bikarinn kom aldrei. Það var síðan árið 1930 sem upprunalegi bikarinn fannst aftur. Hann fannst í kjallara á fyrirtækinu L.A. Young & Company (sem smíðuðu handgerðar golfkylfur Walter Hagen í Detroit). Bikarinn var í ómerktum kassa og það var maður sem vann að þrifum í kjallaranum, sem fann bikarinn.

Upprunalegi Wanamaker bikarinn er nú geymdur í PGA Historical Center í Port St. Lucie, Flórída.

Sigurvegarar PGA Championship fá í hendurnar eftirlíkingu af upprunalega bikarnum,