Golfgrín á laugardegi 2019 (19)
In 1923, who was: President of the largest steel company? President of the largest gas company? President of the New York Stock Exchange? Greatest wheat speculator? Great Bear of Wall Street? The PGA Champion and winner of the US Open? Answers: Charles Schwab Edward Hopson Richard Whitney Arthur Cooger Cosabee Livermore Gene Sarazen These men were considered some of the world’s most successful of their days. But 80 years later, we can look at the history books and see what became of them. Charles Schwab died a pauper. Edward Hopson went insane. Richard Whitney was released from prison to die at home. Arthur Cooger died abroad, penniless. Cosabee Livermore committed Lesa meira
Symetra: Ólafía Þórunn á 74 á lokahring IOA Inv.
Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir tók þátt í IOA Invitational, sem er hluti af Symetra Tour. Hún komst í gegnum niðurskurð og spilaði því 3. og lokahringinn í dag. Samtals lék Ólafía á 2 yfir pari, 218 höggum (73 71 74). Glæsilegt!!! Hún lauk keppni T-45 og hlaut $765 í verðlaunafé (u.þ.b. 95.000 ISK). Það var spænski kylfingurinn María Parra, sem sigraði, eftir 4 kvenna bráðabana, þar sme hún stóð uppi sem sigurvegari. Sjá má lokastöðuna á IOA Invitational með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir – 11. maí 2019
Það er Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir, formaður GK sem er afmæliskylfingur dagsins. Guðbjörg Erna er fædd 11. maí 1975 og á því 44 ára afmæli í dag!!! Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir (44 ára – Innilega til hamingju með afmælið!) Aðrir frægir kylfingar eru: Aðalheiður Jörgensen, 11. maí 1956 (63 ára); Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir, 11. maí 1962 (57 ára); Blair Piercy, (kanadískur kylfingur) 11. maí 1963 (56 ára); Andrew Bonhomme (ástralskur kylfingur), 11. maí 1972 (47 árs); Michael Jancey „Briny“ Baird, 11. maí 1972 (47 ára); Ji Hyun Suh, 11. maí 1975 (44 ára); Juvic Pagunsan, 11. maí 1978 (41 árs); Ashleigh Ann Simon, 11. maí 1989 (30 ára STÓRAFMÆLI!!!); Ingunn Gunnarsdóttir, GKG, Lesa meira
PGA: Duncan sló í konu sína
Tyler Duncan er í 2. sæti á AT&T Byron Nelson, í hálfleik mótsins. Hann varð fyrir því óláni að bolti, sem hann sló á par-4 13. holu Trinity Forest vallarins, þar sem Byron Nelson mótið fer fram, fór í eiginkonu hans, Maríu. Þetta var líka holan, sem hann fékk eina skolla sinn á hringnum. Hann hafði ekki hugmynd um að bolti hans hefði hitt eiginkonuna, fyrr en eftir hringinn, sbr.: „Hann (boltinn) bompaði og hitti hana. Ég vissi ekki af þessu fyrr en eftir hringinn … ég er bara ánægður að hún skuli ekki hafa slasast og ég var með henni fyrir stuttu.“ Þetta er ekki í 1. sinn sem Lesa meira
PGA: Kang leiðir í hálfleik AT&T Byron Nelson mótsins
Það er Sung Kang frá S-Kóreu sem leiðir á AT&T Byron Nelson mótinu. Kang er búinn að spila samtals á 16 undir pari, 126 höggum (65 61). Í 2. sæti heilum 4 höggum á eftir Kang, eru þeir Tyler Duncan og Matt Every á samtals 12 undir pari, hvor. Til þess að sjá stöðuna á AT&T Byron Nelson mótinu SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 2. hrings AT&T Byron Nelson mótsins SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Þórhallur Arnar Vilbergsson – 10. maí 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Þórhallur Arnar Vilbergsson. Þórhallur Arnar er fæddur 10. maí 1994 og á því 25 ára afmæli í dag! Komast má á facebook síðu Þórhalls Arnars til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Þórhallur Arnar Vilbergsson – 25 ára- Innilega til hamingju með daginn!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jimmy Demaret, f. 10. maí 1910 – d. 28. desember 1983); Mike Souchak, (10. maí 1927-10. júlí 2008); Sævar Gestur Jónsson, 10. maí 1955 (64 ára); Atli Þór Elísson, 10. maí 1964 (55 ára); Jarmo Sakari Sandelin, 10. maí 1967 (52 ára); Gunnar Þór Jóhannsson, GS, 10. maí 1982 (37 ára); Lesa meira
Nordic Golf League: Axel bestur 4 íslenskra þátttakenda (T-9) á úrtökumóti fyrir Made in Denmark mótið
Fjórir íslenskir kylfingar tóku þátt í úrtökumótinu fyrir Jyske Bank Made in Denmark mótið, en það er hluti af Nordic Golf League mótaröðinni: Andri Þór Björnsson, Axel Bóasson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús. Mótið fór fram dagana 8.-10. maí 2019 í Silkeborg Ry golfklúbbnum, á Jótlandi. Haraldur Franklín komst ekki í gegnum niðurskurð. Hinir 3 spiluðu á lokahringnum og luku þeir keppni með eftirfarandi hætti: Axel Bóasson GK, stóð sig best var á samtals 8 undir pari, 208 höggum (69 69 70) og varð T-9. Andri Þór Björnsson, GR var á samtals 5 undir pari, 211 höggum (71 71 69) og varð T-24. Guðmundur Ágúst, GR varð á samtals Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Andri Jón, Arnór Ingi og Ásta Jóna – 9. maí 2019
Afmæliskylfingar dagsins eru þrír: Andri Jón Sigurbjörnsson, Arnór Ingi Finnbjörnsson og Ásta Jóna Skúladóttir. Ásta Jóna er fædd 9. maí 1959 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Hún er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Komast má á facebook síðu Ástu Jónu til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið hér að neðan Ásta Jóna Skúladóttir – Innilega til hamingju með 60 ára afmælið!!! GR-ingarnir Andri Jón og Arnór Ingi eru báðir fæddir 9. maí 1989 og eiga því 30 ára stórafmæli. Komast má á facebook síðu þeirra til þess að óska þeim til hamingju með stórafmælið hér að neðan. Andri Jón Sigurbjörnsson – Innilega til hamingju með Lesa meira
GKB: Kiðjabergið opnar laugardaginn!
Formleg opnun Kiðjabergsvallar verður eftir hádegi laugardaginn 11. maí. Breskir starfsmenn eru búnir að fara yfir allar sandglompur og vinna öll vorverkin. Þannig að völlurinn er í flottu standi og sjaldan komið betri undan vetri. Það er því ekkert til fyrirstöðu að hefja golfleik um næstu helgi. Sameiginlegur vinnudagur Félags lóðarhafa í Kiðjabergi og Golfklúbbs Kiðjabergs verður haldinn laugardaginn 11. maí n.k. Mæting við vélaskemmuna klukkan 10:00. Unnið verður til kl. ca. 14:00. Að loknum vinnudegi verður Rakel í Golfskálanum með súpu, brauð og grillaðar pylsur. Félagsmenn eru hvattir til að mæta og styrkja samstöðuna í félaginu. Gott væri að taka með verkfæri. Framkvæmdir hafa staðið yfir við endurnýjun á Lesa meira
GR: Snorri Páll Ólafsson ráðinn yfirþjálfari og Derrick Morre ungmennaleiðtogi
Snorri Páll Ólafsson hefur verið ráðinn yfirþjálfari GR. Snorri hefur sinnt starfi ungmennaleiðtoga og komið að þjálfun barna, unglinga og afrekskylfinga í Golfklúbbi Reykjavíkur undanfarinn áratug og ætti að vera flestum iðkendum og foreldrum kunnugur. Nýtt starf snýr að því að halda utan um skipulag starfsins í heild, tryggja gott samskiptaflæði við foreldra og alla iðkendur í starfinu. Samhliða því mun Snorri sinna sérstaklega þjálfun meistaraflokka og afrekskylfinga GR. Derrick Moore hefur um árabil verið einn af fremstu golfkennurum landsins og tekur, í sumar, við starfi ungmennaleiðtoga af Snorra. Það er mikill fengur að fá Derrick inn í þjálfarateymið en hann hefur fjórum sinnum hlotið titilinn PGA kennari ársins. Derrick Lesa meira










