Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 13. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Caroline Hedwall – 13. maí 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Caroline Hedwall. Caroline er fædd 13. maí 1989 í Täby, Svíþjóð og á því 30 ára stórafmæli í dag!

Hún spilar bæði á LET og LPGA og býr í Löddeköpinge, Svíþjóð.

Caroline byrjaði að spila golf 8 ára og fékk golfstyrk við Oklahoma State University árið 2008. Hún er dóttir Yvonne og Claes Hedwall og á tvíburasystur, Jacqueline, sem einnig spilaði í bandaríska háskólgolfinu þ.e. með kvennagolfliði Louisiana State University. Caroline telst vera Íslandsvinur því í Oklahoma State kynntist hún Eygló Myrru Óskarsdóttur og eru þær báðar vinkonur, en Eygló Myrra var einnig við nám í Oklahoma State og spilaði með háskólaliðinu.

Hedwall átti mjög farsælan áhugamannaferil; var m.a. í sigurliðinu á European Team Championship árin 2008 og 2010, the European Ladies Amateur Championship árin 2007 og 2009 og World Amateur Championship árið 2008. Meðan hún var í  Oklahoma State var hún 2010 NCAA Individual Champion, 2010 NGCA leikmaður ársins, 2010 Golfstat Cup sigurvegari, 2009 og 2010 First-Team All-American og Big 12 leikmaður ársins, árin 2009 og 2010.

Hedwall hefir sigrað í 6 mótum á LET og 3 á ALPG. Eins hefir hún verið í Solheim Cup liði Evrópu 2011 og 2013.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jóhannes Ólafsson, 13. maí 1951 (68 ára); Finnur Sturluson, 13. maí 1952 (67 ára); Iain McGregor (kylfusveinn Alastair Forsyth) f. 13. maí 1961 – d. 11. maí 2014; Hafsteinn Sigurður Hafsteinsson, 13. maí 1965 (54 ára); Arnar Loftsson, 13. maí 1967 (52 ára); Patrik Sjöland 13. maí 1971 (48 ára); Darren Clive Fichardt; 13. maí 1975 (44 ára);  Nathan Andrew Green, 13. maí 1975 (44 ára); Saga Ísafold Arnarsdóttir, 13. maí 1994 (25 ára) og Kaffihúsið Eskifirði.

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is