Hvað var í sigurpoka Koepka?
Eftirfarandi verkfæri voru í poka Brooks Koepka á PGA Championship: Dræver: TaylorMade M5 (10.5 °) Skaft: Mitsubishi Diamana D+ 70TX 3 tré: TaylorMade M2 Tour (16.5 °) Skaft: Mitsubishi Diamana D+ 80TX Dræv járn: Nike Vapor Fly Pro (3-járn) Skaft: Fujikura Pro 95 Tour Spec Járn: Mizuno JPX 919 Tour (4-PW) Sköft: True Temper Dynamic Gold Tour Issue X100 Fleygjárn: Titleist Vokey SM7 (52 and 56 degrees), Titleist Vokey TVD60-L SM4 (60 degrees) Sköft: True Temper Dynamic Gold Tour Issue S400 Pútter: Scotty Cameron T10 Select Newport 2 Golfbolti: Titleist Pro V1x Grip: Golf Pride Tour Velvet Cord
Jena Sims – kærasta Brooks Koepka
Brooks Koepka vann sér inn 4. risamótstitil sinn í síðustu 8 risamótum sl. sunnudag, þegar hann sigraði á PGA Championship, sem að þessu sinni fór fram á Bethpage Black í New York. En Koepka er lukkunar pamfíll, ekki bara hvað risamótin áhrærir, heldur er hann einnig heppinn í einkalífinu. Hann er í sambandi með fallegu kærustu sinni Jenu Sims. Sims er fyrrum Miss Georgia Teen USA og starfar í dag sem leikkona og módel. Hún fór nú nýlega af stað með fyrirtæki til þess að hjálpa fátækum börnum „finnast þau vera falleg.“ Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af kærustu Brooks Koepka, Jenu Sims: Sjá má nokkrar fallegar myndir af Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Þórunn Ósk Haraldsdóttir – 20. maí 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Þórunn Ósk Haraldsdóttir, GSG. Þórunn Ósk er fædd 20. maí 1979 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið Þórunn Ósk Haraldsdóttir (40 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Dave Hill, 20. maí 1937- d. 27. september 2011 (bróðir Mike Hill, f. 27. janúar 1939) Vann Harry Vardon skjöldinn ´69; Geir Jónsson, 20. maí 1964 (55 ára); Liselotte Neumann, 20. maí 1966 (52 ára); David Smail, 20. maí 1970 (49 ára); Hilmar Ingi, 20. maí 1975 (44 ára); Bylgja Dís Erlingsdóttir, 20. mí Lesa meira
PGA: Koepka sigurvegari PGA Championship
Það var Brooks Koepka, sem stóð uppi sem sigurvegari á PGA Championship og kom engum á óvart. Dustin Johnson (DJ) veitti honum þó verðuga keppni á lokahring. Sigurskor Koepka var 8 undir pari, 272 högg (63 65 70 74). DJ var á 6 undir pari, 274 höggum ( 69 67 69 69). Þriðja sætinu deildu síðan Englendingurinn Matt Wallace og Patrick Cantlay og Jordan Spieth frá Bandaríkjunum á samtals 2 undir pari, hver. Sjá má lokastöðuna á PGA Championship með því að SMELLA HÉR:
Hakkarar komust inn á forgjafarsíðu Trump
Svo virðist sem Trump Bandaríkjaforseti hafi nýlega spilað einn besta hring lífs síns, en skor upp á 68 var fært inn á forgjafarsíðu hans. Sagt var að Trump hefði spilað 68-hringinn í apríl sl. Síðan var fullt af hringjum færðir inn með skor upp á 100, sem stingur svolítið í stúf við forgjöf forsetans, sem sögð er vera 1,8. „Athygli okkar hefir beinst að fréttum þess efnis nú nýlega þar sem skor Trump forseta eru dregin í efa,“ sagði talskona bandaríska golf- sambandsins (USGA), Janeen Driscoll í yfirlýsingu. „Við höfum farið ofan í saumana á þessu og svo virðist sem einhver hafi fært inn röng skor f.h. forsetans. Við ætlum Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Áslaug Birna Bergsveinsdóttir – 19. maí 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Áslaug Birna Bergsveinsdóttir. Áslaug Birna er fædd 19. maí 1994 og því 25 ára í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Áslaugu Birnu til hamingju hér fyrir neðan: Áslaug Birna Bergsveinsdóttir – 25 ára stórafmæli – Innilega til hamingju!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Vilborg Ingvaldsdottir, 19. maí 1952 (67 ára); Ingjaldur Valdimarsson, 19. maí 1961 (58 ára); Michael Dean Standly 19. maí 1964 (55 ára); KJ Choi 19. maí 1970 (49 ára); Brynja Þórhallsdóttir, GK, 19. maí 1970 (49 ára); Kærleikskrásir Og Kruðerí Flúðum, 19. maí 1993 (26 ára); ….. og …….. Fatasíða Á Akureyri Golf 1 Lesa meira
Golfgrín á laugardegi 2019 (20)
A hacker and his caddie embarked upon a round of golf early one morning. After countless bogeys, double bogeys and even a few “others,” the end of the round was finally in sight for the beleaguered golfer and his faithful looper. On the 18th tee, the player hit a wild slice into the thick rough right of the fairway. After searching for what seemed like hours, the caddie stumbled upon a white dot in the tall fescue and waved his man over. “That can’t be my ball,” the golfer said. “It looks far too old.” “To be fair, sir,” the caddie said, “it’s been a long time since we started Lesa meira
Nýju strákarnir á PGA Tour 2019: Matt Jones (43/50)
Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour keppnistímabilið 2018-2019 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Web.com Tour eftir 2017-2018 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 4 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Web.com Finals. Nú hafa verið kynntir þeir 25, sem urðu efstir á peningalista Web.com Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, síðast var kynntur sá sem varð í 1. sæti peningalistans, Sungjae Im frá Suður-Kóreu. Nú er aðeins eftir að kynna þá 25, sem urðu efstir á Web.com Finals og hlutu þannig þáttökurétt á Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ágústa Dúa Jónsdóttir – 18. maí 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Ágústa Dúa Jónsdóttir. Ágústa Dúa er fædd 18. maí 1956 og á því 63 ára afmæli í dag. Hún er í Nesklúbbnum. Ágústa Dúa á synina Jón Þór og Árna Mugg Sigurðssyni. Ágústa Dúa hefir tekið þátt í fjölmörgum opnum mótum og alltaf með góðum árangri, t.a.m. hefir hún á undanförnum árum tekið þátt í Lancôme mótinu á Hellu og átt sæti í liði NK í liðakeppni GSÍ. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Ágústu Dúu til hamingju með stórafmælið hér fyrir neðan: Ágústa Dúa Jónsdóttir – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Roger Davis Lesa meira
Nordic Golf League: Andri Þór varð T-34 í Fjällbacka!
Tveir íslenskir kylfingar, GR-ingarnir Andri Þór Björnsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson tóku þátt í TanumStrand Fjällbacka Open, sem fram fór í Fjällbacka Golfklubb í Svíþjóð, 16.-18. maí og lauk í dag. Mótið er hluti af Nordic Golf League mótaröðinni. Andri þór lék á samtals pari, 213 höggum (70 72 71) og varð T-34. Guðmundur Ágúst komst ekki í gegnum niðurskurð. Sigurvegari í mótinu varð Svíinn Oliver Gillberg, en hann lék á samtals 10 undir pari. Sjá má lokastöðuna á TanumStrand Fjällbacka Open með því að SMELLA HÉR:










