Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2019 | 22:00

LET: Guðrún Brá og Valdís Þóra úr leik á Sotogrande

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL tóku þátt í La Reserva Sotogrande Invitational.

Mótið fer fram á Sotogrande í Andaluciu á Spáni, dagana 16.-19. maí 2019.

Þær eru báðar úr leik en niðurskurður var miðaður við samtals 7 yfir pari eða betra.

Guðrún Brá var mjög nálægt því að komast áfram, en aðeins munaði 1 höggi að hún næði niðurskurði; spilaði á samtals 8 yfir pari (74 78)!

Valdís Þóra var og ekki langt frá því að ná áfram, en aðeins munaði 2 höggum hjá henni; var á samtals 9 yfir pari (78 75).

Til þess að sjá stöðuna á La Reserva Sotogrande Invitational SMELLIÐ HÉR: