Bjarki Pétursson
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2019 | 23:00

Bandaríska háskólagolfið: Bjarki m/besta lokahring Kent State á NCAA Pullman Regionals

Bjarki Pétursson, GB; Gísli Svenbergsson og lið þeirra í bandaríska háskólagolfinu tóku þátt í NCAA Pullman Regionals, sem fram fór á Palouse Ridge golfklúbbnum,  í WA dagana 12.-15. maí sl.

Þátttakendur voru 80 frá 14 háskólum.

Bjarki lék á samtals 3 undir pari, 207 höggum  (69 70 68) og átti stórglæsilegan lokahring upp á 2 undir pari, 68 högg; var á næstbesta skori liðs síns og á besta skorinu lokahringinn! Bjarki lauk keppni T-26.

Gísli lék á samtals 4 yfir pari (70 74 70) og varð T-56.

Lið Bjarka og Gísla, Kent State lauk keppni í 8. sæti.