Ólafía Þórunn á 13. holu ANA Inspiration risamótsins 2018. Mynd: Mbl.
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2019 | 23:59

Symetra: Ólafía Þórunn varð T-56 á Symetra Classic

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, GR lauk keppni á Symetra Classic mótinu, sem er hluti af Symetra Tour.

Mótið fór fram dagana 15.-17. maí 2019 í Davidson, N-Karólínu.

Ólafía lék samtals á 8 yfir pari, 224 höggum (74 – 75 – 75) og lauk keppni T-56. Fyrir þennan árangur hlaut Ólafía Þórunn tékka upp á $675 (u.þ.b. 83.000 ÍKR).

Sigurvegari í mótinu varð annar írsku golftvíburana Leona Maguire og var sigurskorið 10 undir pari, 206 högg (70 – 69 – 67). Leona var reyndar í nokkrum sérflokki, en hún átti 5 högg á þær sem næstar komu; Stephanie Na og Brittany Benvenuto.

Sjá má lokastöðuna á Symetra Classic með því að SMELLA HÉR: