Brooks Koepka
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2019 | 23:00

PGA: Koepka efstur i hálfleik á PGA Championship

Það er Brooks Koepka, sem er efstur á PGA Championship risamótinu í hálfleik.

Koepka er samtals búinn að spila á 12 undir pari (63 65).

Hann á heil 7 högg á þá sem næstir koma; þ.e. Adam Scott og Jordan Spieth.

Tiger Woods tók einnig þátt í mótinu, en komst ekki í gegnum niðurskurð með skor upp á 5 yfir pari (72 73).

Sjá má stöðuna á PGA Championship með því að SMELLA HÉR: