Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR and LPGA
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2019 | 10:00

Symetra: Ólafía Þórunn hefur leik í dag á Symetra Classic

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir hefur leik í dag á Symetra Classic mótinu, sem er hluti af Symetra Tour.

Mótið fer fram í Davidson, Norður-Karólínu, dagana 15.-17. maí 2019.

Ólafía Þórunn fer út kl. 12:30 að staðartíma, sem er kl. 16:30 að okkar tíma hér á Íslandi.

Hún hefur leik á 1. teig og með henni í ráshóp eru þær Elise Bradley og Laura Jansone – Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Lauru með því að SMELLA HÉR: 

Fylgjast má með gengi Ólafíu Þórunnar á skortöflu með því að SMELLA HÉR: