Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 11. 2019 | 14:30

Koepka gerir góðlátlegt grín að golffréttamanni Fox – Joe Buck

Brooks Koepka og Joe Buck, golffréttamaður Fox hafa verið á ótal fréttamannafundum frá því að Koepka vann fyrsta Opna bandaríska risamótið sitt árið 2017 og síðan þá er margt vatnið runnið til sjávar. Þegar Koepka vann sigur sinn á Opna bandaríska árið 2017 kyssti hann kærustu sína Jenu Sims, sem var þarna til að fagna sigrinum með kærasta sínum.  Sjá frétt Golf 1 um það með því að SMELLA HÉR:  Sjá kynningu Golf 1 á Jenu Sims með því að SMELLA HÉR:  Buck, sem fengið hafði rangar upplýsingar eftir sigur Koepka 2017 á Opna bandaríska nafngreindi kærustu Koepka vitlaust, sagði að þarna væri á ferðinni gömul kærasta Koepka, fótboltadrottningin Becky Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 11. 2019 | 07:00

LPGA: Lexi setti niður örn á lokaholu ShopRite f. sigri!

Lexi Thompson kom á par-5 18. lokaholu ShopRite LPGA Classic jöfn helsta keppinaut sínum Jeongeun Lee 6, sem var 2 holum á eftir henni. Þar sem Lexi vissi að Lee6 myndi líklega fá fugl á 507 yarda lokaholuna vissi hún að það dyggði ekkert minna en örn, til þess að eiga möguleika á sigri. Lexi náði að slá 190 yarda aðhögg með fleygjárni 5 metrum frá holu og setti síðan niður arnarpúttið fyrir 11. sigri sínum á atvinnumannsferli sínum. „Með þessa legu og vindinn (í bakið) þá notaði ég fleygjárnið sem er 135 (yarda) kylfan mín,“ sagði Lexi eftir hringinn. „Ég var 50 yördum of stutt en boltinn rúllaði upp Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 10. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Daníel Einarsson – 10. júní 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Daníel Einarsson. Daníel er fæddur 10. júní 1959 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Daníel er í Golfklúbbi Sandgerðis (GSG). Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér fyrir neðan Daníel Einarsson – Innilega til hamingju með 60 ára merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ludviga Thomsen, 10. júní 1962 (57 ára); Benedikt Lafleur, 10. júní 1965 (54 ára); Sóley Erla Ingólfsdóttir, 10. júní 1972 (47 ára); Hee-Won Han, 10. júní 1978 (41 árs); Anna Nordqvist, 10. júní 1987 (32 ára); Xinjun Zhang, 10. júní 1987 (32 ára); Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK, 10. júní Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 10. 2019 | 11:00

Golfdagur PGA og Stelpugolf fara fram í dag

Golfdagur PGA er samvinnuverkefni PGA á Íslandi & GSÍ og fer fram þann 10. júní kl. 11 í Reykjavík (Grafarholt), Blönduósi, Norðfirði og Höfn í Hornafirði. Markmið Golfdags PGA er að fjölga kylfingum á öllum aldri og auka fjölskylduímynd golfíþróttarinnar. Gestir sem mæta fá tækifæri til að fara í gegnum mismunandi stöðvar þar sem PGA golfkennarar og PGA golfkennaranemar verða til staðar að leiðbeina. Boðið verður upp á skemmtilegar þrautir og leiki ásamt kennslu í hinum ýmsu þáttum leiksins. Kylfur verða á staðnum fyrir þá sem vantar, það er engin nauðsyn að vera allan tímann og vel mögulegt að koma í styttri tíma sem og lengri. Allar upplýsingar um viðburðinn Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 10. 2019 | 10:00

Hvað var í sigurpoka Rory?

Eftirfarandi kylfur og annar golfútbúnaður var í golfpoka Rory McIlroy þegar hann sigraði á RBC Canadian Open: DRÆVER: TaylorMade M5 (9°), með Mitsubishi Tensei CK Pro White 70TX skafti BRAUTARTRÉ: TaylorMade M6 (15°), með Mitsubishi Tensei CK Pro White 80TX skafti; TaylorMade M5 (19°), með Mitsubishi Tensei CK Pro White 90TX skafti JÁRN: TaylorMade P750 (4); TaylorMade P730 (5-9), með True Temper Project X 7.0 sköftum. FLEYGJÁRN: TaylorMade Milled Grind (48°); TaylorMade Milled Grind Hi-Toe (52°, 56° og 60°), með True Temper Project X 6.5 skaft. PÚTTER: TaylorMade Spider X Copper. BOLTI: TaylorMade TP5.

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 10. 2019 | 10:00

Rúnar náði ekki niðurskurði á St. Andrews Links Trophy

Rúnar Arnórsson, GK, tók þátt í St. Andrews Links Trophy. Mótið fór fram dagana 7.-9. júní 2019 og lauk því í gær. Þátttakendur voru 144 og komust 40 efstu í gegnum niðurskurð eftir 2 leikna hringi. Rúnar komst ekki í gegnum niðurskurð, en einungis þeir sem voru á samtals 4 undir pari eða betra náðu niðurskurði Rúnar lék báða hringina á 71 höggi þ.e. 2 undir pari og varð T-53. Sigurvegari í mótinu varð Englendingurinn Jake Burnage en hann lék samtals a 20 undir pari. Sjá má lokastöðuna á St. Andrews Links Trophy með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2019 | 23:59

PGA: Rory sigurvegari RBC

Það var Rory McIlroy sem stóð uppi sem sigurvegari á RBC Canadian Open. Sigurskor hans var 22 undir pari, 258 högg (67 66 64 61). Hann átti sérlega glæsilegan lokahring upp á 61 högg!!! Í 2. sæti urðu þeir Webb Simpson og Shane Lowry 7 höggum á eftir Rory. Til þess að sjá lokastöðuna á RBC Canadian Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta lokahrings RBC Canadian Open SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2019 | 22:00

LPGA: Lexi sigraði á ShopRite!

Það var bandaríski kylfingurinn Lexi Thompson sem sigraði á ShopRite LPGA Classic mótinu! Mótið fór fram dagana 7.-9. júní 2019, í Galloway, New Jersey og lauk því í dag. Sigurskor Lexi var 12 undir pari, 201 högg (64 – 70 – 67). Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, tók þátt í mótinu og komst ekki í gegnum niðurskurð, en skorið var niður eftir 2 keppnisdaga og þurfti að vera á parinu eða betra til að ná niðurskurði. Ólafía lék á samtals 7 yfir pari (75 74). Til þess að sjá lokastöðuna á ShopRite LPGA Classic SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2019 | 20:00

Mótaröð þeirra bestu 2019 (2): Ragnhildur og Dagbjartur sigruðu!!!

Dagbjartur Sigurbrandsson og Ragnhildur Kristinsdóttir, bæði úr GR, fögnuðu sigri á Síma-mótinu sem lauk í dag á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Þetta var annað mót tímabilsins á Mótaröð þeirra bestu hjá GSÍ. Þetta er annað mótið í röð þar sem Dagbjartur sigrar á Mótaröð þeirra bestu á þessu tímabili – en hann sigraði á Egils Gull-mótinu sem fram fór í Þorlákshöfn í maí. Var það jafnframt fyrsti sigur hans á Mótaröð þeirra en Dagbjartur er fæddur árið 2002. Dagbjartur lék frábært golf á lokahringnum þegar mest á reyndi. Hann lék á 67 höggum eða -5 og sigraði hann með fjögurra högga mun á -6 samtals. Andri Þór Björnsson úr GR Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2019 | 18:00

LET Access: Guðrún Brá varð T-8 í Finnlandi

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK tók þátt í móti vikunnar á LET Access, Viaplay Ladies Finnish Open. Mótsstaðurinn var Messilä Golf í Lahti, Finlandi og stóð mótið dagana 6.-8. júní 2019 og lauk því í gær. Guðrún Brá lék samtals á parinu, 216 höggum (67 74 75) og deildi 8. sætinu með 4 öðrum keppendum. Góður topp-12 árangur þetta hjá Guðrúnu Brá!!! Sigurvegari í mótinu varð rússneski kylfingurinn Nina Pegova en hún lék á samtals 7 undir pari (67 72 70). Þess mætti minnast að sigurvegarinn, Nina Pegova og Guðrún Brá voru efstar og jafnar eftir 1. keppnisdag; báðar á glæsilegum 67 höggum!!! Þess er eflaust ekki langt að bíða þar Lesa meira