Afmæliskylfingur dagsins: Sævar Ómarsson – 9. júní 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Sævar Ómarsson. Sævar er fæddur 9. júní 1983 og á því 36 ára afmæli í dag. Afmæliskylfingurinn er í Golfklúbbi Mosfellsbæjar (GM). Sævar er kvæntur Magdalenu Dubik. Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Sævar Ómarsson (36 ára afmæli – Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Robert Sowards, 9. júní 1968 (51 árs); Keith Horne, 9. júní 1971 (48 ára). Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem Lesa meira
Evróputúrinn: Thailand sigraði í GolfSixes
Það var lið Thaílands sem bar sigur úr býtum í móti vikunnar á Evróputúrnum GolfSixes, en þetta er í 3. sinn sem mótið fer fram. Að þessu sinni fór mótið fram í Cascais í Portúgal, dagana 7.-8. júní 2019. Mótherji liðs Thaílands var lið England og réðust úrslitin í keppni um hvort liðið færi nær pinna. Í liði Thaílands voru þeir Phachara Khongwatmai og Thongchai Jaidee og var allt í stáli 1-1 milli þeirra og andstæðinganna þeirra Tom Lewis og Paul Waring, eftir 6 holu úrslitaleik. Þetta þýddi að úrslitin réðust í því hver væri næstur pinna í fyrsta sinn í 3 ára sögu mótsins og það var Khongwatmai, 29 ára, sem var Lesa meira
PGA: 3 efstir e. 3. dag RBC Canadian Open
Það eru 3 kylfingar sem deila forystunni á RBC Canadian Open: Rory McIlroy, Matt Kuchar og Webb Simpson. Allir eru þeir búnir að spila á 13 undir pari, 197 höggum; Rory (67 66 64); Kuch (65 63 69) og Webb (66 64 67). Lokahringurinn verður spilaður í kvöld og spennandi að sjá hvort einhver af þremenningunum stendur uppi sem sigurvegari! Til þess að sjá stöðuna á RBC Canadian Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 3. dags á RBC Canadian Open SMELLIÐ HÉR:
Golfgrín á laugardegi 2019 (23)
Elli stillti sér upp við boltann sinn og tók magnaða sveiflu. En hvernig sem það var, þá fór eitthvað úrskeiðis og höggið endaði í hræðilegu slæsi. Boltinn dúndraðist á brautina við hliðina og hitti kylfing sem þar var að leik með fullum þunga. Maðurinn féll við. Elli og allir í ráshóp hans fóru til hins fallna fórnarlambs sem lá þarna meðvitundarlaus með golfboltann milli fóta sér. „Hamingjan sanna!!!“ hrópaði Elli. „Hvað á ég að gera?“ „Ekki færa hann“ sagði leikfélagi mannsins sem lá meðvitundarlaus. „Ef við skiljum hann eftir hér, verður hann að ófæranlegri hindrun og það er hægt að spila boltann þar sem hann liggur eða taka frídropp!!!„
Afmæliskylfingur dagsins: Kathryn Imrie —— 8. júní 2019
Afmæliskylfingur dagsins er skoski kylfingurinn Kathryn Christine Marshall, sem tók upp ættarnafnið Imrie þegar hún gifti sig. Hún er fædd 8. júní 1967 og á því 52 ára afmæli í dag. Kathryn átti mjög farsælan áhugamannsferil; árin 1981 og 1985 var hún skoskur skólameistari (ens.: Scottish Schools’ champion); árin 1983-85 var hún skoskur unglingameistari (ens.: Scottish Youth’s champion) og árið 1983 var hún skoskur unglingameistari í holukeppni og meistari í höggleik (ens.: the Scottish Junior Open Strokeplay Champio) árin 1985, 1986 og 1987. Kathryn var hluti af Curtis Cup liðinu 1990. Hún spilaði í bandaríska háskólagolfinu með the University of Arizona, þar sem hún var All-American, 1989. Kathryn gerðist atvinnumaður Lesa meira
Rúnar í 59. sæti e. 1. dag St. Andrews Links Trophy
Rúnar Arnórsson, GK, tekur þátt í St. Andrews Links Trophy. Rúnar lék 1. keppnishringinn á 1 undir pari, 71 höggi og er T-59. Á hringnum fékk Rúnar 4 fugla og 3 skolla. Efstir í mótinu eftir 1. dag eru Englendingarnir Matty Lamb og Thomas Plumb, á 8 undir pari. Sjá má stöðuna að öðru leyti á St. Andrews Links Trophy með því að SMELLA HÉR:
PGA: Brown og Kuchar efstir í hálfleik á RBC Canadian Open
Það er bandarísku kylfingarnir Scott Brown og Matt Kuchar, sem eru efstir og jafnir í hálfleik á RBC Canadian Open. Báðir hafa þeir spilað á 12 undir pari, 128 höggum; báðir á (65 63). Í 3. sæti er kanadíski kylfingurinn og heimamaðurinn Nick Taylor og Brandt Snedeker frá Bandarikjunum, báðir á samtals 11 undir pari. Sjá má stöðuna að öðru leyti á RBC Canadian Open með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta 2. dags á RBC Canadian Open með því að SMELLA HÉR:
LPGA: Ólafía á +4 e. 1. dag á Shoprite
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR átti ekki óskabyrjun á Shoprite mótinu, sem er mót vikunnar á LPGA Hún lék á 4 yfir pari, 75 höggum og er T-122 Niðurskurðarlínan er sem stendur miðuð við 1 undir pari eða beta og því ljóst að Ólafía verður að spila vel í dag til þess að eiga möguleika að ná niðurskurði. Það eru þær Lee6 frá S-Kóreu og Pornanong Phatlum frá Thaílandi sem deila forystunni eftir 1. dag. Sjá má stöðuna á Shoprite mótinu með því að SMELLA HÉR:
LET Access: Guðún Brá T-2 e. 2. dag í Finnlandi
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK tekur þátt í móti vikunnar á LET Access, Viaplay Ladies Finnish Open. Eftir 2. keppnisdag er Guðrún Brá T-2 þ.e. deilir2. sætinu með Haylay Davis frá Englandi og Michaelu Finn frá Svíþjóð – en þær hafa spilað á 3 undir pari. Rússneski kylfingurinn Nina Pegova er efst á 6 undir pari. – Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Ninu Pegovu með því að SMELLA HÉR: Mótsstaðurinn er Messilä Golf í Lahti, Finlandi og mótið stendur 6.-8. júní 2019 og lýkur því í dag. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Viaplay Ladies Finnish Open SMELLIÐ HÉR:
Nýju strákarnir á PGA Tour 2019: Denny McCarthy (50/50)
Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour keppnistímabilið 2018-2019 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Web.com Tour eftir 2017-2018 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 4 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Web.com Finals. Nú hafa verið kynntir þeir 25, sem urðu efstir á peningalista Web.com Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, síðast var kynntur sá sem varð í 1. sæti peningalistans, Sungjae Im frá Suður-Kóreu. Nú er aðeins eftir að kynna þá 25, sem urðu efstir á Web.com Finals og hlutu þannig þáttökurétt á Lesa meira










