Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2019 | 22:00

LPGA: Lexi sigraði á ShopRite!

Það var bandaríski kylfingurinn Lexi Thompson sem sigraði á ShopRite LPGA Classic mótinu!

Mótið fór fram dagana 7.-9. júní 2019, í Galloway, New Jersey og lauk því í dag.

Sigurskor Lexi var 12 undir pari, 201 högg (64 – 70 – 67).

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, tók þátt í mótinu og komst ekki í gegnum niðurskurð, en skorið var niður eftir 2 keppnisdaga og þurfti að vera á parinu eða betra til að ná niðurskurði. Ólafía lék á samtals 7 yfir pari (75 74).

Til þess að sjá lokastöðuna á ShopRite LPGA Classic SMELLIÐ HÉR: