Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2019 | 18:00

LET Access: Guðrún Brá varð T-8 í Finnlandi

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK tók þátt í móti vikunnar á LET Access, Viaplay Ladies Finnish Open.

Mótsstaðurinn var Messilä Golf í Lahti, Finlandi og stóð mótið dagana 6.-8. júní 2019 og lauk því í gær.

Guðrún Brá lék samtals á parinu, 216 höggum (67 74 75) og deildi 8. sætinu með 4 öðrum keppendum.

Góður topp-12 árangur þetta hjá Guðrúnu Brá!!!

Sigurvegari í mótinu varð rússneski kylfingurinn Nina Pegova en hún lék á samtals 7 undir pari (67 72 70).

Þess mætti minnast að sigurvegarinn, Nina Pegova og Guðrún Brá voru efstar og jafnar eftir 1. keppnisdag; báðar á glæsilegum 67 höggum!!!

Þess er eflaust ekki langt að bíða þar til Guðrún Brá standi uppi sem sigurvegari í einu af þessum LET Access mótum!!!

Til þess að sjá lokastöðun á Viaplay Ladies Finnish Open SMELLIÐ HÉR: