Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 14. 2019 | 21:00

LET Access: Íslensku stúlkurnar náðu ekki niðurskurði á Skaftö Open

Þær Berglind Björnsdóttir, GR og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK náðu ekki niðurskurði á móti vikunnar á LET Access, Skaftö Open. Guðrún Brá var aðeins 1 ergilegu höggi frá því að komast gegnum niðurskurð, sem var miðaður við 4 yfir pari eða betra. Guðrún Brá lék á samtals 5 yfir pari, 143 höggum  (71 72) en völlurinn í Skaftö golfklúbbnum er par-69. Berglind lék á samtals 15 yfir pari, 153 höggum (73 80) og komst sem segir, ekki heldur í gegnum niðurskurð. Til þess að sjá stöðuna á Skaftö Open SMELLIÐ HÉR:  Í aðalmyndaglugga: Frá keppnisvelli Skaftö golfklúbbsins í Svíþjóð

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 14. 2019 | 20:00

Nordic Golf League: Guðmundur Ágúst efstur á PGA Championship/Inglesta Kalkon

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, er efstur á móti vikunnar á Nordic Golf League; PGA Championship/Inglesta Kalkon. Hann er samtals búinn að spila á 8 undir pari, 134 höggum (67 67). Alls eru 4 íslenskir kylfingar í mótinu: Andri Þór Björnsson, GR er T-7 á 5 undir pari og Haraldur Franklín Magnús T-15. Axel Bóasson komst ekki í gegnum niðurskurð og  eins komst  Aron Bergsson ekki gegnum niðurskurð, en hann spilaði undir flaggi Svía. Til þess að sja stöðuna á PGA Championship/Inglesta Kalkon SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 14. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Finnur Jóns – 14. júní 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Finnur Jóns. Finnur er fæddur 14. júní 1979 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfings til þess að óska Finni til hamingju með daginn hér að neðan: Finnur Jóns – 40 ára stórafmæli– Innilega til hamingju!!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Teruo Sugihara, 14. júní 1937 – d. 28. desember 2011. Japönsk golfgoðsögn; Catherine Rita Panton-Lewis, 14. júní 1955 (64 ára); Davíð Rúnar Dabbi Rún, 14. júní 1971 (48 ára); Berglind Rut Hilmarsdóttir, 14. júní 1973 (46 ára); Oddgeir Þór Gunnarsson, 14. júní 1973 (46 ára); Stéphanie Arricau, 14. júní 1973 (46 ára); Erlendur G Guðmundsson Elli, 14. júní Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 14. 2019 | 11:00

Opna bandaríska 2019: Spánverji hefir aldrei sigrað á risamótinu!

Spænskir kylfingar hafa aldrei sigrað á Opna bandaríska, sem er mót vikunnar og 3. risamótið á árinu. Í ár taka 3 spænskir kylfingar þátt í Opna bandaríska staðráðnir í að breyta þessari tölfræði. Þetta eru þeir Sergio Garcia, Jon Rahm og Adri Arnaus. Og þó þessir þrír séu misvel þekktir og á mismunandi stað á ferlum sínum, komu þeir allir í hús á sama skori á 1. degi Opna bandaríska þ.e. á 1 undir pari, 69 höggum og deila 16. sætinu ásamt 9 öðrum kylfingum. Sjá má stöðuna á Opna bandaríska með því að SMELLA HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 14. 2019 | 00:01

Opna bandaríska 2019: Rose leiðir e. 1. dag

Það er enski kylfingurinn Justin Rose sem er í forystu eftir 1. dag 3. risamóts ársins í karlagolfinu, Opna bandaríska, en mótið hófst í gær, 13. júní og stendur til sunnudagsins 16. júní n.k. Rose lék 1. hring á 6 undir pari, 65 höggum. Fast á hæla Rose eru 4 kylfingar þ.á.m. bandaríski kylfingurinn Rickie Fowler, sem allir léku á 5 undir pari, 66 höggum. Sjá má stöðuna á Opna bandaríska með því að SMELLA HÉR:  Sjá má hápunkta 1. dags á Opna bandaríska með því að SMELLA HÉR:  Í aðalmyndaglugga: Justin Rose. Mynd: Christian hjá GETTY

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 13. 2019 | 19:00

LET Access: Berglind og Guðrún Brá keppa á Skaftö Open

Þær Berglind Björnsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir eru meðal keppenda á móti vikunnar á LET Access, Skafto Open. Þær byrjuðu erfiðlega; Guðrún Brá lék 1. hring á 2 yfir pari, 71 höggi og er T-45 meðan Berglind lék á 4 yfir pari, 73 höggum og er T-74. Þátttakendur í mótinu eru 126. Efst í mótinu eftir 1. dag er enski kylfingurinn Charlotte Leathem, en hún lék á 1. hring samtals 6 undir pari, 63 höggum. Sjá má stöðuna á Skafto Open eftir 1. dag með því að SMELLA HÉR:  Í aðalmyndaglugga: Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Berglind Björnsdóttir. Mynd: GSÍ

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 13. 2019 | 18:00

Nordic Golf League: 4 íslenskir kylfingar keppa á PGA Championship/Ingelsta Kalkon

Fjórir íslenskir atvinnukylfingar taka þátt á atvinnumóti í Svíþjóð sem er jafnframt hluti af Nordic Tour mótaröðinni: Axel Bóasson, GK; og GR-ingarnir Andri Þór Björnsson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús. Mótið heitir PGA Championship / Ingelsta Kalkon og fer fram á Österlens vellinum. Eftir 1. dag er staðan þessi hjá íslensku keppendunum: 1 Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, er í 6. sæti eftir 1. hringinn á -4 samtals en hann lék á 67 höggum. 2 Haraldur Franklín Magnús, GR, er í 17. sæti á -2 en hann lék á 69 höggum. 3 Andri Þór Björnsson, GR, er einnig í 17. sæti á -2 en hann lék á 69 höggum. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 13. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Særós Eva Óskarsdóttir – 13. júní 2019

Það er Særós Eva Óskarsdóttir, GKG, sem er afmæliskylfingur dagsins. Særós Eva er fædd 13. júní 1995 og á því 24 ára afmæli í dag. Særós Eva er í afrekskylfingahóp GSÍ og spilar á Mótaröð þeirra bestu og í bandaríska háskólagolfinu með golfliði Boston University. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Særós Eva Óskarsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ben Arda f. 13. júní 1929–d. 20. desember 2006; Rauðhús Til Leigu Eyjafjarðarsveit, 13. júní 1964 (55 árs) Magnús Örn Guðmarsson 13. júní 1968 (51 árs); Richard McEvoy, 13. júní Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 12. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sigurpáll Geir Sveinsson – 12. júní 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Sigurpáll Geir Sveinsson. Sigurpáll Geir er fæddur 12. júní 1975 og á því 44 ára afmæli í dag. Sigurpáll er þekktastur í dag, fyrir að vera golfkennari, sá um afreksstarf hjá GK og GM og nú síðast (2017) var Siggi Palli eins og margir þekkja hann, ráðinn íþróttastjóri Golfklúbbs Suðurnesja (GS). Eins hefir hann starfað hjá GÞH á Hellishólum í Fljótshlíð. Sigurpáll byrjaði í golfi fyrir 30 árum, árið 1989, þá 14 ára. Hann var í íslenska landsliðinu í golfi á árunum 1992-2003, en á þeim árum var hann í Golfklúbbi Akureyrar. Sigurpáll varð m.a. þrívegis Íslandsmeistari karla (1994, 1998 og 2002) og þrisvar sinnum í sveitakeppni. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 11. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Aðalsteinn Einar Stefánsson – 11. júní 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Aðalsteinn Einar Stefánsson. Aðalsteinn Einar er fæddur er fæddur 11. júní 1983 og á því 36 ára afmæli í dag!!! Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Aðalsteinn Einar Stefánsson– Innilega til hamingju með 36 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Bruce Plummer, 11. júní 1957 (62 ára); Deborah Vidal, 11. júní 1958 (61 árs); Max Stevens, 11. júní 1963 (56 ára); Anthony Painter, 11. júní 1965 (54 ára); Emilee Klein, 11. júní 1974 (45 ára); Geoff Ogilvy, 11. júní 1977 (42 árs ); Rúnar Arnórsson, GK, 11. júní 1992 (27 ára) Lesa meira