Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 11. 2019 | 07:00

LPGA: Lexi setti niður örn á lokaholu ShopRite f. sigri!

Lexi Thompson kom á par-5 18. lokaholu ShopRite LPGA Classic jöfn helsta keppinaut sínum Jeongeun Lee 6, sem var 2 holum á eftir henni.

Þar sem Lexi vissi að Lee6 myndi líklega fá fugl á 507 yarda lokaholuna vissi hún að það dyggði ekkert minna en örn, til þess að eiga möguleika á sigri.

Lexi náði að slá 190 yarda aðhögg með fleygjárni 5 metrum frá holu og setti síðan niður arnarpúttið fyrir 11. sigri sínum á atvinnumannsferli sínum.

Með þessa legu og vindinn (í bakið) þá notaði ég fleygjárnið sem er 135 (yarda) kylfan mín,“ sagði Lexi eftir hringinn. „Ég var 50 yördum of stutt en boltinn rúllaði upp þarna.“

„Ég fékk kuldahroll og hárin á handleggjunum á mér risu þegar ég náði þessu,“ sagði Lexi um arnarpúttið.

Lexi kom aftur þarna og náði 2 högga forystu eftir að hafa 3-púttað á 15. holunni fyrir 2. skollanum á 4 holum.

Ég reyndi bara að vera jákvæð (á lokaholunum) því ég vissi að það væru fuglaholur,“ sagði Lexi. „Ef ég hefði látið þettta (15. holuna) hafa áhrif á mig, myndi ég ekki hafa lokið við hringinn eins og ég gerði. Á þessari stundu vissi ég ekki í hvaða stöðu ég væri. Ég hélt að ég væri öruggega að dragasta aftur úr.“

Lee6 var líka í vandræðum um miðbik seinni 9 og var með 3 skolla í röð á 13.-15. holunum, en hún var jöfn Lexi eftir að ná fugli á 16. holu. Lee6 þurfti á erni að halda á lokaholunni og átti 15 m pútt fyrir því sem fór framhjá.

Sjá má hápunkta Lexi og Lee6 á lokahring ShopRite LPGA Classic með því að SMELLA HÉR: 

Eins má sjá góða innlenda frétt á Vísi af lokahring Lexi og Lee6 á ShopRite LPGA Classic með því að SMELLA HÉR: 

Lexi var aðeins 15 ára þegar hún tók fyrst þátt í ShopRite mótinu 2010 og nú 9 árum síðar stendur hún uppi sem sigurvegari í því!