Rúnar Arnórsson, GK. Mynd: GSÍ
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 10. 2019 | 10:00

Rúnar náði ekki niðurskurði á St. Andrews Links Trophy

Rúnar Arnórsson, GK, tók þátt í St. Andrews Links Trophy.

Mótið fór fram dagana 7.-9. júní 2019 og lauk því í gær.

Þátttakendur voru 144 og komust 40 efstu í gegnum niðurskurð eftir 2 leikna hringi.

Rúnar komst ekki í gegnum niðurskurð, en einungis þeir sem voru á samtals 4 undir pari eða betra náðu niðurskurði

Rúnar lék báða hringina á 71 höggi þ.e. 2 undir pari og varð T-53.

Sigurvegari í mótinu varð Englendingurinn Jake Burnage en hann lék samtals a 20 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á St. Andrews Links Trophy með því að SMELLA HÉR: