Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Mynd: golf.is
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 13. 2019 | 18:00

Nordic Golf League: 4 íslenskir kylfingar keppa á PGA Championship/Ingelsta Kalkon

Fjórir íslenskir atvinnukylfingar taka þátt á atvinnumóti í Svíþjóð sem er jafnframt hluti af Nordic Tour mótaröðinni: Axel Bóasson, GK; og GR-ingarnir Andri Þór Björnsson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús.

Mótið heitir PGA Championship / Ingelsta Kalkon og fer fram á Österlens vellinum.

Eftir 1. dag er staðan þessi hjá íslensku keppendunum:

1 Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, er í 6. sæti eftir 1. hringinn á -4 samtals en hann lék á 67 höggum.

2 Haraldur Franklín Magnús, GR, er í 17. sæti á -2 en hann lék á 69 höggum.

3 Andri Þór Björnsson, GR, er einnig í 17. sæti á -2 en hann lék á 69 höggum.

4 Axel Bóasson er í 85. sæti á +2 eða 73 höggum.