Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Mynd: golf.is
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 14. 2019 | 20:00

Nordic Golf League: Guðmundur Ágúst efstur á PGA Championship/Inglesta Kalkon

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, er efstur á móti vikunnar á Nordic Golf League; PGA Championship/Inglesta Kalkon.

Hann er samtals búinn að spila á 8 undir pari, 134 höggum (67 67).

Alls eru 4 íslenskir kylfingar í mótinu: Andri Þór Björnsson, GR er T-7 á 5 undir pari og Haraldur Franklín Magnús T-15.

Axel Bóasson komst ekki í gegnum niðurskurð og  eins komst  Aron Bergsson ekki gegnum niðurskurð, en hann spilaði undir flaggi Svía.

Til þess að sja stöðuna á PGA Championship/Inglesta Kalkon SMELLIÐ HÉR: