Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 14. 2019 | 00:01

Opna bandaríska 2019: Rose leiðir e. 1. dag

Það er enski kylfingurinn Justin Rose sem er í forystu eftir 1. dag 3. risamóts ársins í karlagolfinu, Opna bandaríska, en mótið hófst í gær, 13. júní og stendur til sunnudagsins 16. júní n.k.

Rose lék 1. hring á 6 undir pari, 65 höggum.

Fast á hæla Rose eru 4 kylfingar þ.á.m. bandaríski kylfingurinn Rickie Fowler, sem allir léku á 5 undir pari, 66 höggum.

Sjá má stöðuna á Opna bandaríska með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má hápunkta 1. dags á Opna bandaríska með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: Justin Rose. Mynd: Christian hjá GETTY