Íslandsbankamótaröðin 2019 (3): Markús Marelsson Íslandsmeistari í fl. 14 ára og yngri
Það var Markús Marelsson, GKG, sem stóð uppi sem sigurvegari í strákaflokki 14 ára og yngri í dag á Íslandsmóti unglinga í holukeppni. Hann hafði betur gegn Skúla Gunnari Ágústssyni, GA í úrslitaleiknum 4&3. Í baráttunni um 3. sætið sigraði Veigar Heiðarsson, GHD, Gunnlaug Árna Sveinsson, GKG, en viðureign þeirra fór á 19. holu. Úrslitin í strákaflokki á Íslandsmóti unglinga í holukeppni eru því eftirfarandi: 1. sæti Markús Marelsson, GKG Íslandsmeistari 2. sæti Skúli Gunnar Ágústsson, GA. 3. sæti Veigar Heiðarsson, GHD. Mótið fór fram á Húsatóftavelli í Grindavík dagana 14.-16. júní 2019 og lauk því í dag. Sjá má öll úrslit með því að SMELLA HÉR :
Íslandsbankamótaröðin 2019 (3): Ljóst hverjir spila í úrslitaleikjunum
Nú er ljóst hverjir mætast í úrslitaleikjunum á Íslandsmóti unglinga í holukeppni, sem er 3. mótið á Íslandsbankamótaröðinni. Það eru eftirfarandi keppendur: 19-21 árs piltar Sverrir Haraldsson, GR, spilar við Elvar Má Kristinsson GR, um Íslandsmeistaratitilinn. Lárus Garðar Long, GV, spilar við Henning Darra Þórðarson, GK um 3. sætið. 17-18 ára stúlkur Ásdís Valtýsdóttir, GR spilar við Jóhönnu Leu Lúðvíksdóttur,GR um Íslandsmeistaratitilinn. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA spilar við Maríu Björk Pálsdóttur, GKG um 3. sætið. 17-18 ára piltar Kristófer Karl Karlsson, GM spilar við Tómas Eiríksson, GR um Íslandsmeistaratitilinn. Jón Gunnarsson, GKG, spila við Inga Þór Ólafsson, XX um 3. sætið. 15-16 ára telpur Nína Margrét Valtýsdóttir, GR spilar við Evu Maríu Gestsdóttur, Lesa meira
Opna bandaríska 2019: Woodland m/forystu f. lokahringinn
Það er bandaríski kylfingurinn Gary Woodland sem hefir forystuna fyrir lokahring Opna bandaríska, 3. risamótsins hjá körlunum. Woodland er búinn að spila á samtals 11 undir pari, 202 höggum (68 65 69). Justin Rose er aðeins 1 höggi á eftir á samtals 10 undir pari, 203 höggum (65 70 68). Síðan eru 3 kylfingar: Brooks Koepka, sem á titil að verja; Louis Oosthuizen og Chez Reavie, sem enn á eftir að sigra í risamóti á samtals 7 undir pari, hver. Sjá má stöðuna á Opna bandaríska með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta 3. dags á Opna bandaríska með því að SMELLA HÉR:
NGL: Guðmundur Ágúst sigraði á PGA Championship/Ingelsta Kalkon mótinu!!!
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, gerði sér lítið fyrir og sigraði á PGA Championship / Ingelsta Kalkon, atvinnumótinu sem fór fram á Österlens vellinum. Guðmundur Ágúst og Christian Bæch Christensen frá Danmörku voru jafnir á 9 höggum undir pari vallar eftir 54. holur. Þeir fóru í bráðabana um sigurinn. Þeir léku 18. brautina þrívegis og voru enn jafnir þegar fresta þurfti keppni vegna úrkomu og þrumuveðurs. Ekki gekk að ljúka bráðabananum og deila þeir Guðmundur og Christian efsta sætinu. Guðmundur Ágúst hefur nú sigrað á tveimur mótum á Nordic Tour atvinnumótaröðinni. Hann er aðeins einum sigri frá því að tryggja sér keppnisrétt á Áskorendamótaröð Evrópu. Þeir kylfingar sem sigra á þremur Lesa meira
Golfgrín á laugardegi 2019 (24)
A golfer playing in a two-man alternate shot tournament drove his tee shot to the edge of the green on a par-3. His partner, playing the second shot, managed to chip it over the green into a bunker. Undaunted, the first golfer recovers with a fine shot to within one foot of the hole. The second golfer nervously putts and sends the ball one foot past the hole, leaving the first golfer to sink the putt. “Do you realize that we took five strokes on an easy par-3?” says the first golfer. “Yes, and don’t forget who took three of them!” answered his partner.
Opna bandaríska 2019: Reed braut kylfu í reiðikasti!
Bandaríski kylfingurinn Patrick Reed er skaphundur. Eftir að hafa fengið skramba á 2. hring á par-5 18. holu Pebble Beach þar sem 119. Opna bandaríska fer fram, „snappaði“ hann í tvöföldum skilningi þess orðs. Slæmt gengi hans fór svo í taugarnar á honum að hann braut eitt fleygjárna sinna (sjá mynd í aðalmyndaglugga) þegar pitch fyrir pari mislukkaðist. Ljótt að sjá!!! Mágur Reed, sem jafnframt er kylfusveinn hans Kessler Karrain rétti Reed annað fleygjárn og Reed þurfti 2 högg í viðbót þar til boltinn rataði loks í holu. Reed náði samt niðurskurði var á samtals 2 yfir pari, en niðurskurður var miðaður við samtals 4 yfir pari eða betra. Sjá Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Justin Leonard – 15. júní 2019
Afmæliskylfingur dagsins er bandaríski kylfingurinn Justin Leonard. Justin sem heitir fullu nafni Justin Charles Garrett Leonard fæddist í Dallas, Texas 15. júní 1972 og er því 47 ára í dag. Leonard gerðist atvinnumaður í golfi 1994. Á þeim tíma hefir hann m.a. sigrað í 12 mótum á PGA mótaröðinni. Einn fræknasti sigur Leonard var þegar hann sigraði á Opna breska árið 1997. Leonard er kvæntur Amöndu og á 4 börn: Skylar Charles Leonard, Luke Garrett Leonard, Avery Kate Leonard og Reese Ella Leonard. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Margaret Ives Abbott, 15. júní 1878; Salthússmarkaður Á Stöðvarfirði 15. júní 1970 (49 ára); Rakel Þorbergsdóttir, 15. júní Lesa meira
LPGA: Henderson leiðir í hálfleik á Meijer Classic
Það er kanadíski kylfingurinn Brooke Henderson, sem leiðir í hálfleik á móti vikunnar á LPGA, Meijer LPGA Classic. Mótið fer fram dagana 13.-16. júní 2019 í Grand Rapids, Michigan. Henderson er búin að spila á samtals 16 undir pari (64 64). Í 2. sæti er bandaríski kylfingurinn Brittany Altomare, 3 höggum á eftir. Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Altomare með því að SMELLA HÉR: Til þess að sjá stöðuna á Meijer LPGA Classic SMELLIÐ HÉR:
Opna bandaríska 2019: Gary Woodland leiðir í hálfleik
Það er bandaríski kylfingurinn Gary Woodland, sem tekið hefir forystuna á 3. risamóti ársins hjá körlunum, Opna bandaríska. Samtals hefir Woodland spilað á 9 undir pari, 133 höggum (68 65). Forystumaður 1. dags, Justin Rose er nú í 2. sæti á samtals 7 undir pari, 135 höggum (65 70) – 2 höggum á eftir Woodland. Tiger, sem er meðal keppenda, komst í gegnum niðurskurð á sléttu pari, 142 höggum (70 72) og er T-32. Opna bandaríska nú í ár fer fram dagana 13.-16. júní 2019. Til þess að sjá stöðuna á Opna bandaríska SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Opna bandaríska SMELLIÐ HÉR:
Íslandsbankamótaröðin 2019 (3): Ljóst hverjir mætast í 16 manna úrslitum
Nú liggur fyrir hverjir mætast í 16 manna úrslitum á Íslandsmóti unglinga í holukeppni 2019, en mótið er það 3. á Íslandsbankamóta- röðinni. Mótið fer fram á Húsatóftavelli í Grindavík dagana 14.-16. júní 2019. Sjá má öll úrslit með því að SMELLA HÉR : Hér að neðan má sjá hverjir efstu 16 komust í holukeppnishluta mótsins, en á fyrsta degi var spilaður höggleikur: Sá sem var á besta skorinu af öllum keppendum var Ragnar Már Ríkharðsson, GM, en hann er í flokki 19-21 árs og lék Húsatóftavöll á 4 undir pari, 66 glæsihöggum!!! Best í öðrum flokkum voru: Markús Marelsson GKG (flokkur 14 ára og yngri stráka) en hann var jafnframt á Lesa meira










