Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 13. 2019 | 19:00

LET Access: Berglind og Guðrún Brá keppa á Skaftö Open

Þær Berglind Björnsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir eru meðal keppenda á móti vikunnar á LET Access, Skafto Open.

Þær byrjuðu erfiðlega; Guðrún Brá lék 1. hring á 2 yfir pari, 71 höggi og er T-45 meðan Berglind lék á 4 yfir pari, 73 höggum og er T-74.

Þátttakendur í mótinu eru 126.

Efst í mótinu eftir 1. dag er enski kylfingurinn Charlotte Leathem, en hún lék á 1. hring samtals 6 undir pari, 63 höggum.

Sjá má stöðuna á Skafto Open eftir 1. dag með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Berglind Björnsdóttir. Mynd: GSÍ