Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 14. 2019 | 11:00

Opna bandaríska 2019: Spánverji hefir aldrei sigrað á risamótinu!

Spænskir kylfingar hafa aldrei sigrað á Opna bandaríska, sem er mót vikunnar og 3. risamótið á árinu.

Í ár taka 3 spænskir kylfingar þátt í Opna bandaríska staðráðnir í að breyta þessari tölfræði.

Þetta eru þeir Sergio Garcia, Jon Rahm og Adri Arnaus.

Og þó þessir þrír séu misvel þekktir og á mismunandi stað á ferlum sínum, komu þeir allir í hús á sama skori á 1. degi Opna bandaríska þ.e. á 1 undir pari, 69 höggum og deila 16. sætinu ásamt 9 öðrum kylfingum.

Sjá má stöðuna á Opna bandaríska með því að SMELLA HÉR: