Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 17. 2019 | 07:00

Gleðilegan Þjóðhátíðardag 2019!

Gleðilegan Þjóðhátíðardag! Golf 1 óskar lesendum sínum, kylfingum sem öðrum gleðilegs Þjóðhátíðardags! Á þessum degi fagna Íslendingar fæðingu Jóns Sigurðssonar frelsishetju Íslands í sjálfstæðisbaráttunni, en á fæðingardegi hans 1944 var lýðveldið Ísland stofnað á Þingvöllum. Jón Sigurðsson var fæddur 17. júní 1811 á Hrafnseyri við Þingeyri og hefði orðið 207 ára í dag! Í dag, 17. júní fagna Íslendingar sjálfstæði sínu. Í boði eru 11 eftirfarandi mót fyrir kylfinga víðsvegar um landið í dag (einu móti færra en í fyrra og hitteðfyrra og aðens rúmur helmingur almennur eða 6): 17.06.19 GÖ Opna Kristalsmótið Punktakeppni 1 Almennt 17.06.19 GM *****Þjóðhátíðarmót Ali***** Punktakeppni 1 Almennt 17.06.19 NK OPNA ICELANDAIR – 9 holur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 17. 2019 | 02:00

PGA: Woodland sigraði á Opna bandaríska

Það var Gary Woodland sem sigraði á 3. risamótinu hjá körlunum í ár og jafnframt 1. risamótstitil sinn á Opna bandaríska. Sigurskor hans var 13 undir pari, 271 högg (68 65 69 69). Í 2. sæti og sá sem veitti Woodland mesta keppni undir lokin var sá sem átti titil að verja Brooks Koepka, en hann lék á samtals 10 undir pari, 274 höggum (69 69 68 68). Þriðja sætinu deildu 4 kylfingar: Jon Rahm, Chez Reavie, Xander Schauffele og Justin Rose, sem byrjaði sterkt en endaði síðan T-7 eins og hinir 3 á samtals 7 undir pari. Rose byrjaði mótið vel en dróst síðan aftur úr; en lék samt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2019 | 22:00

LPGA: Brooke Henderson sigraði á Meijer Classic

Það kemur víst fáum á óvart að kanadíski kylfingurinn Brooke Henderson sigraði á Meijer Classic, en hún var búin að vera í forystu mestallt mótið. Sigurskor Henderson var 21 undir pari. Með sigri sínum setti hún nýtt kanadískt met um flesta sigra á LPGA mótaröðinni eða 9. Hún var áður jöfn löndu sinni Söndru Post, um að eiga flesta sigra á LPGA 8 talsins, en er nú komin fram úr Post. Jafnframt er hún með fleiri sigra í beltinu á bestu mótaröð í heiminum en Mike Weir og George Knudson. Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir voru japanski kylfingurinn Nasa Hataoka, ástralski kylfingurinn Su Oh og Lexi Thompson Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2019 | 21:00

Íslandsbankamótaröðin 2019 (3): Sverir Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 19-21 árs pilta

Sverrir Haraldsson, GR, er Íslandsmeistari í holukeppni í piltaflokki 19-21 árs. Sverir vann úrslitaviðureignina við Elvar Má Kristinsson, GR, 6&4. Henning Darri Þórðarson, GK sigraði í leiknum um 3. sætið gegn Lárusi Garðari Long, GV, 1&0. Úrslitin í piltaflokki á Íslandsmóti unglinga í holukeppni 2019 eru því eftirfarandi: 1 sæti Sverir Haraldsson, GR Íslandsmeistari. 2 sæti Elvar Már Kristinsson, GR. 3. sæti Henning Darri Þórðarson, GK. 4. sæti Lárus Garðar Long, GV. Mótið fór fram á Húsatóftavelli í Grindavík dagana 14.-16. júní 2019 og lauk því í dag. Sjá má öll úrslit með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2019 | 20:00

Íslandsbankamótaröðin 2019 (3): Jóhanna Lea Íslandsmeistari í holukeppni í stúlknaflokki

Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR er Íslandsmeistari í holukeppni 2019 í stúlknaflokki 17-18 ára. Hún hafði betur í úrslitaviðureigninni við klúbbfélaga sinn, Ásdísi Valtýsdóttur 1&0, . Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA varð síðan í 3. sæti en hún vann viðureignina um það sæti við Maríu Björk Pálsdóttur, GKG, 6%5 . Úrslitin í stúlknaflokki á Íslandsmeistaramóti unglinga í holukeppni 2019 eru því eftirfarandi: 1. sæti Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR Íslandsmeistari. 2. sæti Ásdís Valtýsdóttir, GR. 3. sæti Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA. 4. sæti María Björk Pálsdóttir, GKG. Mótið fór fram á Húsatóftavelli í Grindavík dagana 14.-16. júní 2019 og lauk því í dag. Sjá má öll úrslit með því að SMELLA HÉR :

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2019 | 19:00

Íslandsbankamótaröðin 2019 (3): Kristófer Karl Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára pilta

Kristófer Karl Karlsson GM, er Íslandsmeistari í holukeppni í piltaflokki 17-18 ára. Kristófer Karl vann úrslitaviðureignina við Tómas Eiríksson Hjaltested, GR, 6&5. Ingi Þór Ólafsson, sigraði í leiknum um 3. sætið gegn Jóní Gunnarssyni, GKG, 3&2. Úrslitin í drengjaflokki á Íslandsmóti unglina í holukeppni 2019 eru því eftirfarandi: 1 sæti Kristófer Karl Karlsson, GM Íslandsmeistari. 2 sæti Tómas Eiríksson Hjaltested, GR. 3. sæti Ingi Þór Ólafsson. 4. sæti Jón Gunnarsson, GKG. Mótið fór fram á Húsatóftavelli í Grindavík dagana 14.-16. júní 2019 og lauk því í dag. Sjá má öll úrslit með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2019 | 17:00

Íslandsbankamótaröðin 2019 (3): Eva María Íslandsmeistari í holukeppni í telpuflokki

Eva María Gestsdóttir, GKG er Íslandsmeistari í holukeppni 2019 í telpuflokki 15-16 ára. Hún hafði betur í úrslitaviðureigninni við Nínu Margréti Valtýsdóttur, GR,  . Katrín Sól Davíðsdóttir, GM varð síðan í 3. sæti en hún vann viðureignina um það sæti við klúbbfélaga sinn Maríu Eir Guðjónsdóttur . Úrslitin í telpuflokki á Íslandsmeistaramóti unglinga í holukeppni 2019 eru því eftirfarandi: 1. sæti Eva María Gestsdóttir, GKG Íslandsmeistari. 2. sæti Nína Margrét Valtýsdóttir, GR 3. sæti Katrín Sól Davíðsdóttir, GM 4. sæti María Eir Guðjónsdóttir, GM Mótið fór fram á Húsatóftavelli í Grindavík dagana 14.-16. júní 2019 og lauk því í dag. Sjá má öll úrslit með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2019 | 16:09

Íslandsbankamótaröðin 2019 (3): Böðvar Bragi Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 15-16 ára drengja

Böðvar Bragi Pálsson GR, er Íslandsmeistari í holukeppni í drengjaflokki 15-16 ára. Böðvar Bragi vann úrslitaviðureignina við Dag Fannar Ólafsson, GKG, 2&1. Bjarni Þór Lúðvíksson vann leikinn um 3. sætið gegn Finn Gauta Vilhelmssyni, GR, 1&0. Úrslitin í drengjaflokki á Íslandsmóti unglina í holukeppni 2019 eru því eftirfarandi: 1 sæti Böðvar Bragi Pálsson, GR Íslandsmeistari. 2 sæti Dagur Fannar Ólafsson, GKG. 3. sæti Bjarni Þór Lúðvíksson, GR. Mótið fór fram á Húsatóftavelli í Grindavík dagana 14.-16. júní 2019 og lauk því í dag. Sjá má öll úrslit með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Phil Mickelson –—- 16. júní 2019

Það er Phil Mickelson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Mickelson er fæddur 16. júní 1970 í San Diego, Kaliforníu og á því 49 ára afmæli í dag!!! Mickelson er nú nr. 24 á heimslistanum. Mickelson er í 9. sæti yfir þá sem sigrað hafa oftast PGA Tour mót (en Mickelson hefir sigrað í 44 slíkum mótum og nálgast óðfluga þann, sem er í 8. sæti með 45 sigra). Eins hefir Phil sigrað þrívegis á Masters (2004, 2006 og 2010); einu sinni á Opna breska (2013) og einu sinni á PGA Championship (2005). Mickelson er frægur fyrir að hafa 6 sinnum orðið í 2. sæti á Opna bandaríska. Phil er kvæntur Amy Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2019 | 15:45

Íslandsbankamótaröðin 2019 (3): Perla Sól Íslandsmeistari í holukeppni í stelpuflokki

Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR er Íslandsmeistari í holukeppni 2019 í stelpuflokki 14 ára og yngri. Hún hafði betur í úrslitaviðureigninni við Helgu Signýju Pálsdóttur, GR, 6&4. Margrét Fjóla Viðarsdóttir, GS varð síðan í 3. sæti en hún vann viðureignina um það sæti við GR-inginn Pamelu Ósk . Úrslitin í stelpuflokki á Íslandsmeistaramóti unglinga í holukeppni 2019 eru því eftirfarandi: 1. sæti Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR Íslandsmeistari 2. sæti Helga Signý Pálsdóttir, GR. 3. sæti Margrét Fjóla Viðarsdóttir, GS. Mótið fór fram á Húsatóftavelli í Grindavík dagana 14.-16. júní 2019 og lauk því í dag. Sjá má öll úrslit með því að SMELLA HÉR :