Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2019 | 21:00

Íslandsbankamótaröðin 2019 (3): Sverir Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 19-21 árs pilta

Sverrir Haraldsson, GR, er Íslandsmeistari í holukeppni í piltaflokki 19-21 árs.

Sverir vann úrslitaviðureignina við Elvar Má Kristinsson, GR, 6&4.

Henning Darri Þórðarson, GK sigraði í leiknum um 3. sætið gegn Lárusi Garðari Long, GV, 1&0.

Úrslitin í piltaflokki á Íslandsmóti unglinga í holukeppni 2019 eru því eftirfarandi:

1 sæti Sverir Haraldsson, GR Íslandsmeistari.

2 sæti Elvar Már Kristinsson, GR.

3. sæti Henning Darri Þórðarson, GK.

4. sæti Lárus Garðar Long, GV.

Mótið fór fram á Húsatóftavelli í Grindavík dagana 14.-16. júní 2019 og lauk því í dag.

Sjá má öll úrslit með því að SMELLA HÉR: