Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2019 | 20:00

Íslandsbankamótaröðin 2019 (3): Jóhanna Lea Íslandsmeistari í holukeppni í stúlknaflokki

Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR er Íslandsmeistari í holukeppni 2019 í stúlknaflokki 17-18 ára.

Hún hafði betur í úrslitaviðureigninni við klúbbfélaga sinn, Ásdísi Valtýsdóttur 1&0, .

Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA varð síðan í 3. sæti en hún vann viðureignina um það sæti við Maríu Björk Pálsdóttur, GKG, 6%5 .

Úrslitin í stúlknaflokki á Íslandsmeistaramóti unglinga í holukeppni 2019 eru því eftirfarandi:

1. sæti Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR Íslandsmeistari.

2. sæti Ásdís Valtýsdóttir, GR.

3. sæti Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA.

4. sæti María Björk Pálsdóttir, GKG.

Mótið fór fram á Húsatóftavelli í Grindavík dagana 14.-16. júní 2019 og lauk því í dag.

Sjá má öll úrslit með því að SMELLA HÉR :