Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2019 | 20:00

Evróputúrinn: Pavan efstur e. 1. dag BMW Int. Open

Það er ítalski kylfingurinn Andrea Pavan, sem er efstur eftir 1. dag á móti vikunnar á Evróputúrnum, BMW International Open. BMW Open fer fram í Golf Club München, Eichenried, í Münshen, Þýskalandi, dagana 20.-23. júní 2019. Ekki tókst að ljúka 1. hring vegna þrumuveðurs. Pavan lék 1. hring á 6 undir pari, 66 glæsihöggum. Fast á hæla hans í 2. sæti eru heimamaðurinn Martin Kaymer og enski kylfingurinn Oliver Wilson á 5 undir pari, 67 höggum. Sjá má stöðuna að öðru leyti á BMW International Open með því að SMELLA HÉR:  Sjá má hápunkta 1. dags á BMW International Open með því að SMELLA HÉR:       

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2019 | 18:00

Web.com Tour hlýtur nýtt nafn: Korn Ferry Tour

Önnur deild PGA Tour, sem áður hét Web.com Tour hefir hlotið nýtt nafn og heitir nú Korn Ferry Tour. Gerður var styrktarsamningur við bandaríska ráðgjafafyrirtækið Korn Ferry til 10 ára sem tilkynnt var um í gær, miðvikudaginn 19. júní 2019 og heitir mótaröðin því næstu 10 árin, Korn Ferry Tour. Korn Ferry er ráðgjafarfyrirtækið staðsett í Kaliforníu og er eins og segir nýr styrktaraðili mótaraðarinnar. Samningur Korn Ferry við PGA Tour lýkur eftir 2028 keppnistímabilið og mun halda áfram að veita 50 eftirsótt sæti á sjálfa PGA Tour – 25 skv. stigalista yfir eitt keppnistímabil og 25 eftir stigalista þriggja móta mótaraðar í lok keppnistímabilsins, sem nú mun bera nafnið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2019 | 17:30

Kylfusveinn tekinn f. mansal

Evan Vollerthum, kylfusveinn á Korn Ferry Tour (nýtt nafn á Web.com Tour) var handtekinn fyrr í vikunni, nánar tiltekið sl. mánudag á þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga, 17. júní fyrir mansal og fyrir tilraun til þess að hafa samræði við barn, skv. fréttatilkynningu  frá bandarískum innflytjendayfirvöldum (U.S. Immigration)  og Customs Enforcement’s (ICE) og Homeland Security Investigations (HSI). Vollerthum, 35 ára, er frá Naples, í Flórída og hafði fyrr á þessu keppnistímabili verið  kylfusveinn Brad Fritsch, og átti að vera kylfusveinn í þessari viku fyrir Joseph Bramlett á Witchita Open, skv. frétt GolfDigest. Vollerthum var handtekinn í Topeka, sem er í u.þ.b. 2 klukkustundar akstur frá mótsstað Korn Ferry Tour mótsins. Skv. upplýsingum frá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé – 20. júní 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé . Halldóra Gyða  fæddist 20. júní 1969 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Komast má á heimasíðu afmæliskylfingsins til þess að óska Halldóru Gyðu til hamingju með daginn hér að neðan: Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé – Innilega til hamingju með stórafmælið Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Glenna Collett Vare, 20. júní 1903 – 3. febrúar 1989; Robert Trent Jones, 20. júní 1906 – 14. júní 2000; Helena Mjöll Jóhannsdóttir, 20. júní 1960 (59 ára); Berglind Þórhallsdóttir, 20. júní 1960 (59 ára);  Hafþór Bardi Birgisson, 20. júní 1973 (46 ára); Crystal Fanning 20. júní 1982 (37 ára); Björgvin Sigmundsson, 20. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2019 | 12:15

NGL: Aron varð T-36 og Guðmundur Ágúst T-51 á Gamle Fredrikstad Open

Íslensku kylfingarnir Aron Bergsson, sem spilar undir flaggi Svía og GR-ingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson komust báðir í gegnum niðurskurð á móti vikunnar á Nordic Golf League (NGL) þ.e. Gamle Fredrikstad Open. Mótið fór fram í Gamle Fredrikstad golfklúbbnum í Fredrikstad í Noregi. Aron lék á samtals 2 undir pari, 214 höggum (72 68 74) og varð T-36. Guðmundur Ágúst lék á samtals 5 yfir pari, 221 höggi (72 72 77) og varð T-51. Sjá má lokastöðuna á Gamle Fredikstad Open með því að SMELLA HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2019 | 12:00

LET Access: Guðrún Brá á +4 fyrsta dag – Berglind enn við keppni í Frakklandi

Berglind Björnsdóttir, GR, og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, taka þátt í móti vikunnar á LET Access, sem heitir Montauban Ladies Open  og fer fram í Frakklandi. Mótsstaður er Golf de Montauban l’Estang í Montauban, Frakklandi. Guðrún Brá lék 1. hring á 4 yfir pari, 76 höggum. Berglind er þegar þetta er ritað á 12. holu og búin að spila á 1 yfir pari. Fylgjast má með gengi þeirra með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2019 | 10:00

LET: Valdís á 72 e. 1. dag í Thaílandi

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, tekur þátt í móti vikunnar á LET, Ladies European Thailand Championship. Þátttakendur eru 126. Valdís Þóra lék 1. hring á pari vallar eða 72 höggum og er T-26 eftir 1. dag. Á hringnum fékk Valdís Þóra 3 fugla, 12 pör og 3 skolla. Efst eftir 1. dag er sænski kylfingurinn Lina Boqvist, sem lék á 5 undir pari 67 höggum. Sjá má stöðuna á Ladies European Thailand Championship með því að SMELLA HÉR:  

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 19. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Matthías P. Einarsson – 19. júní 2019

Það er Matthías P. Einarsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Matthías fæddist 19. júní 1974 og á því 45 ára afmæli í dag. Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins, til þess að óska honum til hamingju með afmælið. Matthías P. Einarsson – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sjofn Bjornsdottir (62 árs); Daniel Silva, 19. júní 1966 (53 ára); Haukur Ingi Jónsson (52 ára); Bílnet Gunnar Ásgeirsson, 19. júní 1970 (49 ára); Sturlaugur H Böðvarsson (38 ára); Seema Saadekar 19. júní 1985 (34 ára); Ai Miyazato (jap.: 宮里 藍), 19. júní 1985 (34 ára); Einar Marteinn Bergþórsson, 19. júní 1986 (33 ára);  Mallory Elizabeth Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 18. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Auðun Helgason – 18. júní 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Auðun Helgason. Auðun fæddist 18. júní 1974 og á því 45 ára stórafmæli í dag! Komast má á facebook síðu Auðuns hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með merkisafmælið Auðun Helgason 45 ára afmæli – Innilega til hamingju!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jim Albus, 18. júní 1940 (79 ára); Valgerður Kristín Olgeirsdóttir (64 ára); Karen Ósk Kristjánsdóttir, GR, 23 ára;  Árni Sæberg, GKG, 18. júní 1998 (21 árs) ….. og …… Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 17. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Dagbjört Bjarnadóttir – 17. júní 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Dagbjört Bjarnadóttir. Dagbjört er fædd 17. júní 1963. Hún er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Hún var ávallt meðal efstu í púttmóti Keiliskvenna og hefir tekið þátt í fjölda golfmóta með góðum árangri. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með afmælið: Dagbjört Bjarnadóttir (56 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Judy Kimball Simon, 17. júní 1938 (81 árs); Ísland Best Í Heimi, 17. júní 1944 (75 ára); Iceland Ísland (75 ára); Fallega Fólkið, 17. júní 1944 (75 ára) Cathy Sherk (née Graham, 17. júní 1950 (69 ára); Lesa meira