Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2019 | 22:00

LPGA: Brooke Henderson sigraði á Meijer Classic

Það kemur víst fáum á óvart að kanadíski kylfingurinn Brooke Henderson sigraði á Meijer Classic, en hún var búin að vera í forystu mestallt mótið.

Sigurskor Henderson var 21 undir pari. Með sigri sínum setti hún nýtt kanadískt met um flesta sigra á LPGA mótaröðinni eða 9. Hún var áður jöfn löndu sinni Söndru Post, um að eiga flesta sigra á LPGA 8 talsins, en er nú komin fram úr Post. Jafnframt er hún með fleiri sigra í beltinu á bestu mótaröð í heiminum en Mike Weir og George Knudson.

Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir voru japanski kylfingurinn Nasa Hataoka, ástralski kylfingurinn Su Oh og Lexi Thompson og Brittany Altomare frá Bandaríkjunum; allar samtals 20 undir pari, hver.

Sjá má lokastöðuna á Meijer LPGA Classic með því að SMELLA HÉR: