DeChambeau svarar f. sig
Bryson DeChambeau er ekki sá hraðasti á túrnum og hefir verið legið á hálsi fyrir of hægt spil. Nú hefir hann svarað fyrir sig. Á Instagram skrifar nr. 8 á heimslistanum (DeChambeau) að hann ætli að bæta sig. Í fréttatilkynningu frá honum sagði m.a: „Slow play affects the quality of the game for both players and our fans and I’ve always had the utmost respect for my playing partners, including JT and Tommy. I’m constantly trying to improve and I will do my very best to improve my pace. Golf is my passion and livelihood. It’s my responsibility to help improve the game to be more enjoyable for all. Pace Lesa meira
Staðan e. 1. dag á R&A Boys Amateur Championship
Þrír íslenskir piltar eru meðal keppenda á Opna breska áhugamannamóti pilta (ens.: R&A Boys Amateur Championship). Þetta eru þeir Dagbjartur Sigurbrandsson, Kristófer Karl Karlsson og Sigurður Bjarki Blumenstein. Þátttakendur eru 252. Mótið fer fram á Saunton golfvellinum í Braunton í Devon skíri á Englandi. Staðan hjá íslensku piltunum eftir 1. keppnisdag er eftirfarandi: T-67 Sigurður Bjarki Blumenstein, 1 yfir pari, 72 högg. T-94 Dagbjartur Sigurbrandsson, 2 yfir pari, 73 högg. T-169 Kristófer Karl Karlsson, 5 yfir pari, 76 högg. Efstur eftir 1. dag er Frakkinn Tom Gueant en hann lék á 8 undir pari, 63 höggum. Sjá má stöðuna í heild með því að SMELLA HÉR: Í aðalmyndaglugga: Sigurður Bjarki Blumenstein.
Afmæliskylfingur dagsins: Betsy King ——— 13. ágúst 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Betsy King. Betsy fæddist í Reading, Pennsylvaníu 13. ágúst 1955 og á því 64 ára afmæli í dag. Hún komst á LPGA árið 1977 og vann á ferli sínum 6 risatitla og 34 mót á LPGA. Hún er til dagsins í dag sá bandaríski kvenkylfingur sem hefir verið efst á peningalistanum (1993). Árið 1995 var King tekin í frægðarhöll kylfinga. King spilaði 5 sinnum í bandaríska Solheim Cup liðinu (1990, 1992, 1994, 1996, 1998) og var fyrirliði bandaríska Solheim Cup liðsins 2007 og er þá fátt eitt talið af afrekum og viðurkenningum King. Aðrir frægir kylfingar sem afmæli eiga í dag eru: Ben Hogan 13. ágúst 1912 Lesa meira
Hvað var í sigurpoka Reed?
Patrick Reed sigraði á The Northern Trust og voru eftirfarandi kylfur og golfáhöld í sigurpoka hans: Bolti: Titleist Pro V1. Dræver: Ping G400 (Aldila Rogue Silver 70 TX), 9°. 3-tré: TaylorMade M6, 15°. Járn(3): Titleist U500; (4): Callaway X-Forged 13; (5): Callaway MB1; (6-PW): Callaway RAZR MB. Fleygjárn: Artisan Golf (51°); Titleist Vokey SM7 (56° og 60°). Pútter: Odyssey White Hot RX2.
Shibuno fagnað v/heimkomu
Hinako Shibuno var fagnað við heimkomuna til Japan, 6. ágúst sl. eftir frækilegan sigur á Opna breska kvenrisamótinu. Meira 140 fréttamenn frá 54 fjölmiðlum biðu eftir henni á Haneda flugvellinum auk stórs hóps áhangenda og aðdáenda, fréttamanna og sjónvarpsmyndavéla. „Ég var agndofa vegna þess að þetta var miklu meira en ég átti von á,“ sagði hin 20 ára Hinako. Hún er 2. Japaninn til þess að sigra í risamóti – en engin japönsk hefir sigraði í risamóti frá því að Hisako Higuchi tókst að næla sér í LPGA Championship titilinn 1977. Hinako hlaut viðurnefnið „brosandi öskubuska“ (ens.: smiling Cinderella) og hún djókaði þegar hún kom heim aftur: „Rétt eftir að Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Sandholt – 12. ágúst 2019
Það er Gunnar Magnús Sandholt, sem er afmæliskylfingur dagsins. Gunnar er fæddur 12. ágúst 1949 og á því 70 ára merkisafmæli í dag. Gunnar er í Golfklúbbi Sauðárkróks (GSS). Sjá má viðtal, sem tekið var fyrir nokkru við afmæliskylfinginn með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Larry Ziegler, 12. ágúst 1939 (80 ára MERKISAFMÆLI!!!); Birgit Henriksen, 12. ágúst 1942 (77 ára); Ingunn Steinþórsdóttir (61 árs); Þórhalli Einarsson, 12. ágúst 1961 (58 ára); Oddný Sturludóttir (43 ára); Chase Seiffert, 12. ágúst 1991 (28 ára); Jóhannes Georg Birkisson, 12. ágúst 1999 (20 ára STÓRAFMÆLI!!!) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í Lesa meira
PGA: Reed sigraði á Northern Trust
Það var bandaríski kylfingurinn Patrick Reed, sem stóð uppi sem sigurvegari á The Northern Trust mótinu. Sigurskor Reed var 16 undir pari, 268 högg (66 66 67 69). Í 2. sæti varð Abraham Ancer frá Mexíkó, aðeins 1 höggi á eftir Reed. Harold Varner III og Jon Rahm deildu 3. sætinu, enn öðru höggi á eftir. Fyrir sigurinn hlýtur Reed $ 1.655.000. Sjá má lokastöðuna á The Northern Trust með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta lokahringsins á The Northern Trust með því að SMELLA HÉR:
GÁ: Guðrún Ágústa og Björn klúbbmeistarar
Meistaramót GÁ 2019 var haldið 8.-10. ágúst. 40 keppendur tóku þátt. Úrslit mótsins eru hér að neðan: Karlar – meistaraflokkur Höggleikur 1. Björn Halldórsson, 220 högg 2. Victor Rafn Viktorsson, 222 högg 3. Einar Georgsson, 233 högg Höggleikur með forgjöf 1. Einar Georgsson, 212 högg 2. Björn Halldórsson, 220 högg 3. Victor Rafn Viktorsson, 222 högg Konur Höggleikur 1. Guðrún Ágústa Eggertsdóttir, 253 högg 2. Sigríður Lovísa Sigurðardóttir, 255 högg 3. Bryndís Hilmarsdóttir, 282 högg Höggleikur með forgjöf 1. Sigríður Lovísa Sigurðardóttir, 210 högg 2. Eyrún Sigurjónsdóttir, 222 högg 3. Guðrún Ágústa Eggertsdóttir, 229 högg Unglingar undir 16 ára Höggleikur 1. Guðjón Frans Halldórsson, 237 högg 2. Björn Breki Halldórsson, Lesa meira
Mótaröð þeirra bestu 2019: Dagbjartur og Ragnhildur stigameistarar
Dagbjartur Sigurbrandsson, GR og Ragnhildur Kristinsdóttir, GR eru stigameistarar á Mótaröð þeirra bestu á árinu 2019. Þetta er í fyrsta sinn sem Dagbjartur fagnar þessum stigameistaratitli en í annað sinn hjá Ragnhildi. Stigalistinn er í heild sinni hér: Þetta er í 31. sinn sem stigameistaratitlar eru veittir á Mótaröð þeirra bestu á Íslandi en fyrst var keppt árið 1989. Rúnar Arnórsson, GK varð annar í karlaflokki og Ólafur Björn Loftsson úr GKG þriðji. Dagbjartur gat ekki verið viðstaddur verðlaunaafhendinguna í gær og tók Rakel Magnúsdóttir móðir hans við verðlaununum. Í kvennaflokki varð Saga Traustadóttir í 2. sæti og Hulda Clara Gestsdóttir úr GKG í því þriðja. 20 stigahæstu í karlaflokki Lesa meira
GK og GR sigruðu í stigakeppni golfklúbba
Stigakeppni golfklúbba fór fram samhliða Íslandsmótinu í golfi 2019. Sveit GR sigraði í karlaflokki og sveit Keilis í kvennaflokki. Sveit GR skipuðu þeir Andri Þór Björnsson, Dagbjartur Sigurbrandsson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús. Karlalið GR á Mótaröð þeirra bestu á tímabilinu 2019 sigraði einnig í heildarstigakeppninni með 4.560 stig. Lokastaðan í karlaflokki: 1. GR – 4560 stig 2. GKG – 3390 stig 3. GK – 3225 stig Sveit Keilis sigraði í heildarstigakeppninni í kvennaflokki á Mótaröð þeirra bestu. Sveit GK var þannig skipuð: Anna Sólveig Snorradóttir, Helga Kristín Einarsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Lokastaðan í kvennaflokki: 1. GK – 4380 2. GR – 3750 3. GKG – 3195 Lesa meira










