Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 13. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Betsy King ——— 13. ágúst 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Betsy King. Betsy fæddist í Reading, Pennsylvaníu 13. ágúst 1955 og á því 64 ára afmæli í dag. Hún komst á LPGA árið 1977 og vann á ferli sínum 6 risatitla og 34 mót á LPGA. Hún er til dagsins í dag sá bandaríski kvenkylfingur sem hefir verið efst á peningalistanum (1993). Árið 1995 var King tekin í frægðarhöll kylfinga. King spilaði 5 sinnum í bandaríska Solheim Cup liðinu (1990, 1992, 1994, 1996, 1998) og var fyrirliði bandaríska Solheim Cup liðsins 2007 og er þá fátt eitt talið af afrekum og viðurkenningum King.

Aðrir frægir kylfingar sem afmæli eiga í dag eru: Ben Hogan 13. ágúst 1912 (hefði orðið 107 ára í dag) – d. 25. júlí 1997; Hljómsveitin Myrká (106 ára); Betsy King, 13. ágúst 1955 (64 ára); Mikael Lundberg, 13. ágúst 1973 (46 ára); Garðar Rúnar Halldórsson ….. og ….. Informationoffice Aboutfaroeislands

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is