Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 11. 2019 | 20:00

GK og GR sigruðu í stigakeppni golfklúbba

Stigakeppni golfklúbba fór fram samhliða Íslandsmótinu í golfi 2019. Sveit GR sigraði í karlaflokki og sveit Keilis í kvennaflokki.

Sveit GR skipuðu þeir Andri Þór Björnsson, Dagbjartur Sigurbrandsson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús.

Karlalið GR á Mótaröð þeirra bestu á tímabilinu 2019 sigraði einnig í heildarstigakeppninni með 4.560 stig.

Lokastaðan í karlaflokki:

1. GR – 4560 stig
2. GKG – 3390 stig
3. GK – 3225 stig

Sveit Keilis sigraði í heildarstigakeppninni í kvennaflokki á Mótaröð þeirra bestu. Sveit GK var þannig skipuð: Anna Sólveig Snorradóttir, Helga Kristín Einarsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir.

Lokastaðan í kvennaflokki:

1. GK – 4380
2. GR – 3750
3. GKG – 3195