Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 11. 2019 | 19:00

Nína Björk og Hlynur Geir Íslandsmeistarar 35+

Íslandsmót +35 Icelandair fór fram samhliða Íslandsmótinu í golfi 2019 í Grafarholti. Keppnisrétt höfðu þeir kylfingar sem fæddir eru á árinu 1984 eða fyrr. Þetta er í 20. sinn sem keppt eru um Íslandsmeistaratitila í karla – og kvennaflokki 35 ára og eldri. Nína Björk Geirsdóttir úr GM sigraði í kvennaflokki og Hlynur Geir Hjartarson úr GOS í karlaflokki. Þetta er í fyrsta sinn sem þau fagna þessum titli. Nína Björk lék á 290 höggum og Hlynur Geir á 287 höggum. Nína Björk varð þriðja á Íslandsmótinu sjálfu og Hlynur Geir í 12.-13. sæti. Íslandsmeistarar +35 frá upphafi: 2000: Jón Haukur Guðlaugsson (1) / Þórdís Geirsdóttir (1) 2001: Jón Haukur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 11. 2019 | 18:00

Mótaröð þeirra bestu 2019 (5): Guðrún Brá og Guðmundur Ágúst Íslandsmeistarar í höggleik

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, varði Íslandsmeistaratitil sinn í höggleik og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, varð Íslandsmeistari í höggleik í fyrsta sinn. Sigurskor Guðrúnar Brá var samtals 3 undir pari, 281 högg (70 69 70 72). Guðrún Brá var sú eina af kvenkylfingunum sem var með heildarskor undir pari. Jafnframt var sigur Guðrúnar Brá öruggur því hún átti heil 7 högg á þá sem varð í 2. sæti, Sögu Traustadóttur, GR, sem lék á samtals 4 yfir pari, 288 höggum (69 74 70 75). Sigurskor Guðmundar Ágústs var 9 undir pari, 275 högg (72 68 68 67) Íslandsmótið í höggleik fór að þessu sinni fram í Grafarholtinu, dagana 8.-11. ágúst 2019. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 11. 2019 | 15:50

Afmæliskylfingur dagsins: Bryndís Þóra Jónsdóttir og Íris Erlingsdóttir – 11. ágúst 2019

Afmæliskylfingur dagsins eru tveir Íris Erlingsdóttir og Bryndís Þóra Jónsdóttir. Þær eru báðar fæddar 11. ágúst 1959 og eiga því 60 ára merkisafmæli í dag.Komast má á facebook síðu Bryndísar Þóru til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan Bryndís Þóra Jónsdóttir (60 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!) Komast má á facebook síðu Írisar til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan Íris Erlingsdóttir (60 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Lori Garbacz, 11. ágúst 1958
 (61 árs);  Grant Osten Waite, 11. ágúst 1964 (55 ára); Einar Bragi , 11. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2019 | 23:00

PGA: Reed efstur e. 3. dag á Northern Trust

Það er bandaríski kylfingurinn Patrick Reed sem leiðir fyrir lokahring The Northern Trust. Reed er búinn að spila á samtals 14 undir pari, 199 höggum (66 66 67). Í 2. sæti er Abraham Ancer frá Mexíkó 1 höggi á eftir. Sjá má stöðuna á Northern Trust mótinu í heild með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta 3. dags á Northern Trust með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2019 | 21:00

Mótaröð þeirra bestu (5): Guðmundur Ágúst í forystu f. lokahringinn

Það er Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, sem tekið hefir forystuna á Íslandsmótinu í höggleik í karlaflokki fyrir lokahringin. Guðmundur Ágúst er búinn að spila á samtals 5 undir pari, 208 höggum (72 68 68). Í 2. sæti, 2 höggum á eftir er Andri Þór Björnsson, GR, á samtals 3 undir pari, 210 höggum (70 66 74). Þrír eru síðan í 3. sæti, allir á samtals 2 undir pari, hver: Arnar Snær Hákonarson, GR, Haraldur Franklín Magnús, GR og Sigurður Arnar Garðarsson, GKG. Sjá má heildarstöðuna í karlaflokki í Íslandsmótinu í höggleik hér að neðan: 1 Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR -3 -3 F -5 72 68 68 208 2 Andri Þór Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2019 | 20:00

Golfgrín á laugardegi 2019 (32)

Nýr félagi er byrjaður í golfklúbbnum. Það hefir spurst að hann eigi að vera mjög góður leikmaður. Stjórnin ákveður að bjóða honum í hring til að prófa leikni hans. Einum úr stjórninni er falið að ræða við hann: „Myndir þú vilja spila með okkur næsta þriðjudagsmorgun klukkan 8?“ „Já, gjarnan,“ svarar hann, „en það getur verið að ég verði hálftíma of seinn.“ Hann kemur stundvíslega á þriðjudaginn, leikur tveimur yfir pari – allir eru spenntir. Þeir ákveða að spila aftur næsta þriðjudag; aftur klukkan 8 um morguninn. Nýi félaginn endurtekur það sem hann hefir áður sagt: „Ég reyni að vera stundvís en það getur verið að ég sé hálftíma of Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2019 | 18:00

Mótaröð þeirra bestu (5): Guðrún Brá í forystu f. lokahringinn

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, er með nauma forystu á Íslandsmótinu í höggleik. Hún er búin að spila á 4 undir pari, 209 höggum (70 69 70) – … og er sú eina af kvenkylfingunum sem hefir heildarskor undir pari. Guðrún Brá á 4 högg á þá sem er í 2. sæti en það er Saga Traustadóttir, GR, sem spilað hefir á samtals sléttu pari, 213 höggum (69 74 70). Í 3. sæti er Nína Björk Geirsdóttir, GM á samtals 4 yfir pari, 217 höggum (73 69 75). Staðan í heild fyrir lokahringinn er eftirfarandi: 1 Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK 0 -1 F -4 70 69 70 209 2 Saga Traustadóttir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ingimar Waldorff – 10. ágúst 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Ingimar Waldorff. Ingimar er fæddur 10. ágúst 1974 og á því 45 ára afmæli í dag. Ingimar er í Golfklúbbi Grindavíkur (GG). Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Ingimar Waldorff (Innilega til hamingju með árin 45!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Gabrielle Keiller, f. 10. ágúst 1908 – d. 23. desember 1995; Galtarviti Keflavik (99 ára); Maria Elana Astrologes Combs, 10. ágúst 1951 (68 ára); [James] Kenneth Perry, 10. ágúst 1960 (59 ára); Ellý Steinsdóttir, 10. ágúst 1963 (56 ára); Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, 10. ágúst 1966 (53 ára); Lori Tatum, 10. ágúst Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2019 | 07:07

Kærasta DJ: Paulina Gretzky

Dustin Johnson og Paulina Gretzky hafa verið trúlofuð í 6 ár eða frá árinu 2013, eftir að hafa verið saman í 7 mánuði. Þau eiga 2 syni, Tatum og River. Paulina er dóttir íshokkí goðsagnarinnar Wayne Gretzky; hún er módel og hefir einnig reynt fyrir sér sem söng-kona. Sjá má flottar myndir af Paulinu á Instragram síðu hennar með því að SMELLA HÉR: Eins má sjá nokkrar myndir af henni hér að neðan:

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2019 | 23:00

PGA: DJ efstur e. 2. dag Northern Trust

Dustin Johnson (DJ) leiðir eftir 2. keppnisdag Northern Trust. DJ er búinn að spila á 12 undir pari, 130 höggum (63 67). Í 2. sæti er Jordan Spieth, einu höggi á eftir á samtals 11 undir pari, 131 höggi (67 64). Til þess að sjá stöðuna á Northern Trust SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Northern Trust SMELLIÐ HÉR: