Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 13. 2019 | 17:00

Staðan e. 1. dag á R&A Boys Amateur Championship

Þrír íslenskir piltar eru meðal keppenda á Opna breska áhugamannamóti pilta (ens.: R&A Boys Amateur Championship).

Þetta eru þeir Dagbjartur Sigurbrandsson, Kristófer Karl Karlsson og Sigurður Bjarki Blumenstein.

Þátttakendur eru 252.

Mótið fer fram á Saunton golfvellinum í Braunton í Devon skíri á Englandi.

Staðan hjá íslensku piltunum eftir 1. keppnisdag er eftirfarandi:

T-67 Sigurður Bjarki Blumenstein, 1 yfir pari, 72 högg.
T-94 Dagbjartur Sigurbrandsson, 2 yfir pari, 73 högg.
T-169 Kristófer Karl Karlsson, 5 yfir pari, 76 högg.

Efstur eftir 1. dag er Frakkinn Tom Gueant en hann lék á 8 undir pari, 63 höggum.

Sjá má stöðuna í heild með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: Sigurður Bjarki Blumenstein.