Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 12. 2019 | 17:00

Shibuno fagnað v/heimkomu

Hinako Shibuno var fagnað við heimkomuna til Japan, 6. ágúst sl. eftir frækilegan sigur á Opna breska kvenrisamótinu.

Meira 140 fréttamenn frá 54 fjölmiðlum biðu eftir henni á Haneda flugvellinum auk stórs hóps áhangenda og aðdáenda, fréttamanna og sjónvarpsmyndavéla.

Ég var agndofa vegna þess að þetta var miklu meira en ég átti von á,“ sagði hin 20 ára Hinako.

Hún er 2. Japaninn til þess að sigra í risamóti – en engin japönsk hefir sigraði í risamóti frá því að Hisako Higuchi tókst að næla sér í LPGA Championship titilinn 1977.

Hinako hlaut viðurnefnið „brosandi öskubuska“ (ens.: smiling Cinderella) og hún djókaði þegar hún kom heim aftur: „Rétt eftir að ég kom til Bretlands, vildi ég koma aftur til Japan. Ég er svo ánægð að vera komin aftur.“