Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 11. 2019 | 23:59

PGA: Reed sigraði á Northern Trust

Það var bandaríski kylfingurinn Patrick Reed, sem stóð uppi sem sigurvegari á The Northern Trust mótinu.

Sigurskor Reed var 16 undir pari, 268 högg (66 66 67 69).

Í 2. sæti varð Abraham Ancer frá Mexíkó, aðeins 1 höggi á eftir Reed.

Harold Varner III og Jon Rahm deildu 3. sætinu, enn öðru höggi á eftir.

Fyrir sigurinn hlýtur Reed $ 1.655.000.

Sjá má lokastöðuna á The Northern Trust með því að SMELLA HÉR:

Sjá má hápunkta lokahringsins á The Northern Trust með því að SMELLA HÉR: