PGA: Thomas og Kokrak leiða á BMW Championship
Bandarísku kylfingarnir Jason Kokrak og Justin Thomas leiða eftir 1. dag BMW Championship. Báðir komu þeir í hús á 65 höggum. Fimm kylfingar deila 3. sætinu, en allir léku þeirr á 66 höggum – þetta eru þeir: Jim Furyk, Joel Dahmen, Brandt Snedeker og Lucas Glover. Sjá má stöðuna að öðru leyti á BMW Championship með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta 1. dags á BMW Championship með því að SMELLA HÉR:
NGL: 3 Íslendingar meðal keppenda í Åhus
Þrír íslenskir kylfingar taka þátt í Åhus KGK ProAm 2019, sem er mót vikunnar á Nordic Golf League mótaröðinni. Þetta eru þeir Axel Bóasson, GK; Guðmundur Ágúst Kristjánsson, nýkrýndur Íslandsmeistari í höggleik, GR og Haraldur Franklín Magnús GR. Mótið fer fram dagana 15.-17. ágúst 2019 í Kristianstads golfklúbbnum í Åhus, Danmörku. Staðan eftir 1. dag er eftirfarandi: Axel Bóasson 3 yfir pari, 73 högg. Haraldur Franklín Magnús 4 yfir pari, 74 högg Guðmundur Ágúst Kristjánsson, 7 yfir pari, 77 högg. Sjá má stöðuna á Åhus KGK ProAm 2019 með því að SMELLA HÉR:
Boris byrjar aftur í golfi
Boris Johnson forsætisráðherra Breta er byrjaður í golfi, a.m.k. aftur eftir nokkurn tíma … margir segja í undirbúningi fyrir fund sinn við Donald Trump, Bandaríkjaforseta. Það er nógu erfitt að byrja aftur í golfi, þó svo það sé ekki líka í kastljósi fjölmiðla …. og ýmissa athugasemda sem látnar eru falla um stöðu, sveiflu og stíl Borisar. Ónefndur fréttamaður á BBC sagði golfstíl Borisar t.a.m. „sveitó“. Líklegt þykir að Johnson og Trump muni spila golf í viðræðum þeirra um viðskiptsamning ríkjanna. Trump hefir a.m.k. spilað golf við 23 þekkt nöfn í póltík og íþróttum frá því hann tók við embætti Bandaríkjaforseta og má sjá samantekt um það með því að SMELLA Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Kjartan Dór Kjartansson – 15. ágúst 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Kjartan Dór Kjartansson. Kjartan Dór er fæddur 15. ágúst 1984 og á því 35 ára afmæli í dag. Kjartan Dór er í Golfklúbbi Kópvogs og Garðabæjar (GKG). Kjartani Dór hefir gengið vel í opnum mótum og eins spilaði hann á Eimskipsmótaröðinni. Kjartan Dór var t.a.m. í sigursveit GKG í 1. deild í sveitakeppni GSÍ 2012, Kjartan er búsettur í Svíþjóð og er trúlofaður Hörpu Kristinsdóttur og saman eiga þau 2 börn. Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Kjartan Dór Kjartansson (Innilega til hamingju með afmælið!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli eru: Jack White, 15. ágúst Lesa meira
Íslensku piltarnir 3 úr leik á Opna breska áhugamannamóti pilta
Íslensku keppendurnir 3; þeir Dagbjartur Sigurbrandsson, GR; Kristófer Karl Karlsson, GM og Sigurður Blumenstein, GR eru allir úr leik á Opna breska áhugamannamóti pilta (ens.: R&A Boys Amateur Championship). Þátttakendur voru 252 og spilað á Austur- og Vesturvöllum Saunton golfstaðarins í Braunton, í Devon skíri í Englandi. Niðurskurður miðaðist við samtals 4 yfir pari eða betra. Skor íslensku keppendanna var sem hér segir: Dagbjartur Sigurbrandsson T-92 á samtals 6 yfir pari, 148 högg (73 75). Sigurður Blumenstein T-92 á samtals 6 yfir pari, 148 högg (72 76). Kristófer Karl Karlsson, T-210 á samtals 16 yfir pari, 158 högg (76 82). Sjá má stöðuna á Opna breska áhugamannamóti pilta með því Lesa meira
LET Access: Guðrún Brá úr leik
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, tók þátt í móti vikunnar á LET Access, Bossey Ladies Championship 2019. Mótið fer fram á Association du Golf & Country Club de Bossey, í Bossey, Frakklandi, dagana 14.-16. ágúst 2019. Guðrún lék á samtals 11 yfir pari, 153 höggum (75 78) og er úr leik. Niðurskurður miðast sem stendur við samtals 8 yfir pari, þannig að Guðrún Brá var 3 höggum frá því að spila lokahringinn á morgun. Til þess að sjá stöðuna á Bossey Ladies SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Bergur Rúnar Björnsson – 14. ágúst 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Bergur Rúnar Björnsson. Bergur Rúnar er fæddur 14. ágúst 1975 og á því 45 ára stórafmæli í dag. Bergur Rúnar er í Golfklúbbi Fjallabyggðar. Komast má á heimasíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Bergur Rúnar Björnsson (45 ára afmæli – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar og golftengdir aðilar sem eiga afmæli í dag eru: GSÍ, 14. ágúst 1942 (77 ára); José Eusebio Cóceres, 14. ágúst 1963 (56 árs); Paul Broadhurst, 14. ágúst 1965 (54 ára), Darren Clarke, 14. ágúst 1968 (51 árs); Haukur Sörli Sigurvinsson, 14. ágúst 1980 (39 ára) Lucas Bjerregaard, 14. ágúst 1991 (28 ára) ….. Lesa meira
LET Access: Guðrún Brá keppir á Bossey Ladies – FYLGIST MEÐ HÉR!!!
Nýkrýndur Íslandsmeistari kvenna í höggleik, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, tekur þátt í móti vikunnar á LET Access, Bossey Ladies Championship 2019. Mótið fer fram á Association du Golf & Country Club de Bossey, í Bossey, Frakklandi, dagana 14.-16. ágúst 2019. Snemma dags hefir Hayley Davies frá Englandi tekið forystu, en hún kom í hús á 6 undir pari, 65 höggum – Glæsileg byrjun!!! Guðrún Brá er á 1 yfir pari eftir 6 holur, sem stendur. Áfram svona!!! Fylgjast má með gengi hennar á skortöflu með því að SMELLA HÉR:
Solheim Cup lið Evrópu til
Fyrirliði evrópska liðsins í Solheim Cup, Catriona Matthew hefir tilkynnt um val sitt á 4 leikmönnum í liðið og þar með er liðið klárt. Þær sem Catriona valdi eru Celine Boutier, Jodi Ewart Shadoff, Bronte Law og Suzann Pettersen. „Frábært form Bronte and Celine talar fyrir sjálft sig og það er ástæðan fyrir að ég valdi þær og þær eiga eftir að eiga frábæra 1. reynslu af Solheim Cup. Ég valdi Jodi og Suzann vegna gríðarlegrar reynslu þeirra og þess hversu vel þær hafa spilað að undanförnu og vegna þess að ég veit nákvæmlega hvað þær koma með í liðið. Aðeins einn nýliði er í liðinu Anne Van Dam, sem hefir átt Lesa meira
MJ Hur sigraði á Opna skoska
Það var Mi Jung Hur, 29 ára, frá S-Kóreu, sem sigraði á Aberdeen Standard Investments Ladies Scottish Open (Opna skoska) í The Renaissance Club í Norður-Berwick í Skotlandi. Hún lék lokahringinn á 5 undir pari, 66 höggum í blautum og erfiðum aðstæðum. Sigurskorið var glæsilegt! – 20 undir pari, 264 högg (66 62 70 66). MJ Hur átti heil 4 högg á þær sem urðu í 2. sæti en það voru landa hennar Lee6 og Moriya Jutanugarn frá Thaílandi. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir tóku þátt í mótinu, en náðu ekki niðurskurði. Sjá má lokaskorið á Opna skoska með því að SMELLA HÉR:









